Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Page 90
34
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
verið að komast yfir Skeiðará. Okkur var innanbrjósts einsog eng-
ir erfiðleikar yrðu framar til í lífinu, og þó voru ekki neina liðugir
20 kílómetrar útað Núpsvötnunum með sandbleytum í botni.
Við fórurn af baki á sandöldunni, því að nú var allt búið. Mar-
grét tók upp sigarettupakka og bauð samferðamönnunum. Dag-
málasólin skein í fögru heiði. í norðaustri fyrir handan vatnabreið-
una stóð Skaftafell í grænum sumarljóma. Þarna neðantil í hæðar-
tungunni, niðriundir sandinum, djarfar fyrir gilinu, kannski feg-
ursta bletti á öllu íslandi. í norðri og norðvestri blasa við leirgráir
skriðjöklar. Þeir búa til Skeiðará. í suðri og vestri umgerðarlaus
sandslétta með tíbrá og hillingum. Lómagnúpur við heiðan himin
lengst í vestri. Vatnið gufar upp af hestunum, og gráir kerlingar-
reykir standa hér og þar uppúr heitri sandauðninni.
Svo kvaddi Runólfur í Skaftafelli og hélt af stað heimleiðis. Við
biðum á sandöldunni, meðan hann var að komast austuryfir vatna-
flákana. En hvað hann sýndist langt frá guði, þar sem hann stóð
einsog lílill tittur uppúr vatnshafinu í fjarska.
Ég gekk fram og aftur um sandölduna og orti hjartnæmasta
ástarkvæði, sem ort hefur verið á íslenzka tungu. Það hefur aldrei
verið birt á prenti.
En það er verið að kompónera lag við það vesturí Ameríku.