Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Qupperneq 99

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Qupperneq 99
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 93 sagði einn þessara ágætu manna um daginn í fyrirlestri til bænda, þar sem hann bar fram þá kenningu, að allir, sem eiga heima í sveitum, séu ein stétt og eigi hagsmuna að gæta gegn öðrum stétt- um og verði að fyllast stéttarmetnaði sem slíkir. Þessi maður virð- ist lifa í þjóðfélagi þar sem iðnaðarmannastéttin berst gegn verzl- unarstéttinni eða jafnvel skósmiðastéttin gegn prentarastéttinni, sjómannastéttin gegn eyrarkarlastéttinni, prestastéttin gegn lækna- stéttinni o. s. frv. Aðrir menn þekkja ekki þetta þjóðfélag, enda hefur það aldrei verið til. Ef til vill getur maður stundað svo tón- list árum saman, að læra ekki mun á dúr og moll, og eins kann að vera hægt að fást við stjórnmál áratugum saman, án þess að þekkja greinarmun á atvinnustétt og þjóðfélagsstétt; ég vil að minnsta kosti ekki gera þessum væna manni getsakir um vísvitandi hugtaka- fölsun. En það verður aldrei oftekið fram, að milli starfsgreina þjóðfélagsins er engin barátta, og það er af þeirri einföldu ástæðu. að vinnandi menn, þeir menn, sem ekki lifa á arði af annarra vinnu, eru allir ein og sama þjóðfélagsstéttin, hvaða atvinnustétt sem þeir kunna að tilheyra. Stéttabaráttan stendur ekki milli starfsgreina, heldur milli þeirra stétta, sem andstæður auðvaldsþjóðfélagsins, launavinna og auðmagn, hljóta að skapa: annars vegar þeir, sem selja vinnu sína, hinsvegar þeir, sem eiga framleiðslugögnin; ann- ars vegar þeir, sem vinna, hinsvegar þeir, sem hirða arðinn af vinnu þeirra; annars vegar verkamenn, hins vegar arðræningjar; annars vegar fátækir, hins vegar ríkir. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Spurningin er ekki um þessa staðreynd, heldur greinir auð- valdsstefnu og verkalýðssinna á um siðferðilegt réttmæti þess, hvort fáir einstaklingar eigi að hirða arðinn af vinnu fjöldans eða ekki. Þar segja sósíalistar nei, kapítalistar já. Það er milli þessara stétta, hinna fátæku og hinna ríku, sem baráttan stendur, baráttan um heiminn. Þetta vita allir stjórnmálamenn, hverju sem þeir kunna að halda fram til að rugla hugtök manna, og það er ekki hægt að vera stjórnmálamaður án þess að vita það. Hér á Islandi halda þó hugtakaruglarar afturhaldsins stundum fram enn einfaldari kenningu uni stéttir og stéttabaráttu, m. a. með það fyrir augum að narra bændur til að berjast gegn skipulagi landbúnaðarmála. Hún er sú, að í rauninni séu aðeins til tvær stéttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.