Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 103
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
97
er rammflæktur í hugtakaruglingi afturhaldsins og herst þar um
á hæl og hnakka eins og fugl í háf.
1 fyrri grein minni dró ég saman nokkur einföldustu og sjálf-
sögðustu atriði, sem beztu menn landhúnaðarins eru á einu máli
um, að leggja verði til grundvallar endurskipun þessa atvinnuveg-
ar, — vitaskuld þvert gegn stjórnmálamönnum afturhaldsins, sem
mega ekki heyra hagræna nýskipun landbúnaðar nefnda, og líta á
hændur aðeins sem skynlítið atkvæðafé sitt. Eins og fyrr segir, þarf
ekki að óttast, að hin fáu stóru landbúnaðarfyrirtæki sjái ekki sjálf
fyrir sér, enda eru vandamál þeirra ekki til umræðu. Til umræðu
eru vandamál almennings í sveitum, hinna mörgu, vandamál smá-
bænda og einyrkja og fjölskyldna þeirra. Það eru þeir, smábænd-
urnir, sem verða að fá því til leiðar komið í samráði við stéttar-
hræður sína, aðra verkamenn i landinu, og skeleggustu landbúnað-
arfrömuði vora, að opinberum búnaðarstyrkjum sé ekki dreift út
sem einstaklingsölmusum undir ýmsum nöfnum, heldur sé opin-
heru fjármagni beint til stórra sainyrktra landbúnaðarfyrirtækja,
sem rekin eru með hagfræðilegu skipulagi, nútímastóriðjutækni og
á vísindalegum jarðyrkjugrundvelli og peningsræktar til að fram-
leiða sem mestar, beztar og ódýrastar landbúnaðarvörur fyrir þjóð-
arheildina, þó þannig, að fólk það, sem að framleiðslunni starfar,
beri úr býtum laun og lifskjör sambærileg því, sem bezt gerist og
allrabezt með öðrum atvinnustéttum þjóðfélagsins.
(Apríl 1943).