Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Page 104
HALLDÓR HELGASON
Undir stjörnu listamannaþingsins
í nóvember 1942
NEISTAR
Það fór um mig kynlegur funi:
ég fuðraði eða brann,
— nei, enginn útvortis bruni,
sem ertir holdlegan mann. —
— En hugans eldi ég uni,
og ætla ekki að slökkva hann.
VEIZLA
Er þulir og snillingar andlega átveizlu héldu
og ölið af skálunum rann,
og hömpuðu gimsteinum, gáfu en ekki seldu,
og glatt undir kötlunum brann,
— þá stiklaði einhver um ellinnar fúakeldu,
úr eðjunni bláþræði spann.
En þar sem hann stóð þó upp úr með efri hlutann,
hann ilminn af réttum fann
og heyrði, þó væri hann ataður leiri að utan,
hve áfengi mjöðurinn rann....
En hitt var allt annað: að kunna á skeiðina og kutann
og koma í borðsalinn þann.
Því sá einn er hæfur í ágætum veizlum að vera,
er viðtekna borðsiði kann.
— En skárra en ekki má þykja að þefa og hlera
í það, sem að hugurinn ann.
Þann kostinn sá tekur, sem orkar ei annað að gera.
— Jú — ætli ég þekki hann!