Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 113
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 107 við fyrr og lítt ráðið við. Sagnfræðirök verða sjaldan að ævintýri, en svo vcrður hér, og lesandinn finnur, að sjálfur er hann þátttakandi ævintýrsins, Jtjóðin á eftir að lifa framhald þessa ævintýrs. Tilraun mennskra manna að lifa í landinu er lýst með bersýni jafnt á eðli þeirra og lífsskilyrðin. Bersýnin minnir oft á marxíska söguskoðun, og þegar höfundurinn bendir til sanninda úr þeirri átt, á hann til að ýta við svefnug- um lesendum: „Það er betra að vita þetta en ekki.“ Söguskýringar fylgja því lögmáli, að orku þarf til alls, efnislega orku. Einstaklingshyggja bókar- innar er rík. I einstaklingnum speglast örlög hinna mörgu, og jafnan eru það einstaklingar, sem ganga í fararbroddi. Söguþráður 1. bindis nær fram undir 1264 og er þar engan veginn búið að hespa hann af, því að kaflaskiptin eru ekki þáttaskipti að neinu leyti nema í stjórnskipun. Hagsaga, bókmenntir og persónusaga 13. aldar mega með engu móti slitna sundur 1264. Meginatriði söguþráðar og aðdragandi þjóðveldisófaranna eru rakin eftir þeim brautum, sem eldri fræðimenn hafa rutt, en af svo mikilli víðsýni, að af ber. Væri að nokkru að finna, er það helzt, að víðsýnin geti reynzt sumum lesendum ofurefli, truflað fátæklegan skilning þeirra á aðalatriðum, og þá geti þeir bitið sig í smáatriði, sem þeim virðast stærst. — Þess kyns smáatriði er einnig liður, sem að nauðsynjalitlu er talinn fram meðal mikilla annarra röksemda, að „eitt bréf, sem bannaði að vígja goða til presta (nema þeir fengju öðrum í hendur goðorð sín), ent- ist til þess að holgrafa undirstöðu hinnar þjóðlegu kirkjuskipunar" (bls. 315, 337—38). Það var erkibiskupsbréf 1190, 5 árurn áður en kappsfullur goði, Páll Jónsson frá Odda, gerðist biskup, og virðist bréfið engri skjótri breyt- ingu hafa ráðið, en vera í höfuðatriðum staðfesting þróunar, sem þegar var orðin eða ráðin af öðrum þróunaröflum. Frá vígslu Páls til Staða-Arna sé ég ekki dæmi þess, að samfærsla valda bljótist af kirkjukröfunum um þessa verkaskipting, sem teljast mátti orðin óumflýjanleg. Frá þröngu sjónarmiði eldri fræðimanna var þetta stóryrta orðtak um bréfið 1190 „en Selvfölgelig- hed“, en er villandi og rangt frá öðrum sjónarmiðum. — En þau atriðin eru áreiðanlega fá í Islenzkri menningu, sem þetta verður sagt um, nú eða á fyrirsjáanlegu rannsóknarskeiði sögunnar. Hraðfleygar skuggamyndir sögunnar geta sljóvgað lesendur þannig við fyrsta lestur, að þeir hugsi: Ég hef séð þetta allt áður eða heyrt þess getið. Þeir, sem beyrðu útvarpslestra Sigurðar Nordals um Heiðinn dóm, geta ímyndað sér, að þeir séu búnir að heyra og skilja allt, sem segir í samnefnd- um kafla Islenzkrar menningar, einhverjum bezta þætti hennar. Kaflinn Hirð- skáld (Lifandi saga dauðra bókmennta) vekur ekki fyrirfram eftirvænting þeirra, sem einskisvirða útdauða listartegund. En óhætt er að segja, að höf- undi tekst að opna venjulegum lesendum nýjan heim, nýjan skilning á hlut- verki og örlögum íslenzkra fornskálda, lýðræðisdjarfra konungsmanna. Kafl- inn Lög ber ekki mikil lögfræðingsmerki, fróðleikstíningurinn mjög af skorn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.