Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Síða 114
108
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
um skammti þar sem víðar, en víðari og gleggri þekkingarsýn yfir tilgang og
cðli merkustu þjóðveldislaganna hefur enginn veitt áður í jafnstuttu máli.
Nýjar, djarflegar skýringar mynda samhengi, sem ekki var, og standast
stranga gagnrýni. Mest kveður þar að skýringunni á valdatöku 36 goða um
920—30 og hlutverki ættar Bjarnar bunu, og skýrast þá ekki einungis atburðir
og valdablutföll, heldur samrýmist þetla miklu betur en eldri hugmyndir um
upphaf goðavalds hinum séríslenzka, torskilda tvískinnungi þjóðveldisins milli
höfðingjadrottnunar og mannréttinda.
Enginn semur bók eins og Islenzka menning, nema hún sé langur þáttur í
lífi hans sjálfs. Forspjall bókarinnar þurfa ntenn að lesa að bókarlokum öllu
fremur en á undan. En í henni allri finna lesendur nálægð mannsins, sem
samdi hana. Víða er fiskur undir steini í þungri, breiðri elfi frásagnarinnar,
því að um þær ójöfnur botnsins leikur kaldavermsl trúar hans og laðar sporð-
glettna sprettfiska lnigsunar og tungu. Þegar höfundurinn bregður á glettni,
er það tíðast mark þess, að honum er alvara. „ ...
Hjorn sngjusson.
BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
Hin síðustu ár hafa barnabækur flætt á markaðinn i stríðum straumum.
Af sölu þeirra, sem með fádæmum er talin, virðist mega ætla, að lestrarfíkn
íslenzkrar æsku sé sízt minni en áður befur verið, enda þótt fleira komi þar
einnig lil greina. I sömu átt bendir lestur barna og unglinga á bókasöfnum,
t. d. í Reykjavík og víðar. Hitt verður naumast talið æskunni til syndar, þótt
margt af því, sem henni er fengið til lestrar, sé fáskrúðugra að efni og bún-
ingi en frá menningarlegu sjónarmiði væri æskilegt. Eru þar rithöfundar og
útgefendur ekki einir um að skammta úr linefa, heldur og foreldrar og aðrir
vandamenn og vinir liarnanna, sem velja þeim bækurnar til gjafa og lestrar.
Því verður ekki neitað, að allmargar góðar barnabækur hafa verið gefnar
út bin síðari ár hér á landi, og hafa sumar þeirra varanlegt gildi og munu
verða gefnar út aftur og aftur. En liinar eru og margar, sennilega fleiri, sem
ekkert erindi eiga til íslenzkra barna. Hið erlenda reyfarasafn, sem þýtt hefur
verið á íslenzku, hefur jafnan verið talið lítil menningarbót hér á landi. En
þó kastar fyrst tólfunum, er þvílíkt ómeti er borið á borð fyrir börn og ung-
linga, sem oftast skortir fjárhagsaðstöðu og þroska til að velja og hafna, en
geta liins vegar búið að því alla ævi, hvers konar bókmenntum þau kynnast
á unga aldri.