Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Page 2
Tvær unaðslegar barnabækur
Leitin að Ljúdmílu íögru
eftir ALEXANDER PÚSKÍN. Þýðandi Geir Kristjánsson.
Þetta ævintýri er ein af perlum heimsbókmenntanna, tekið eftir
fornum rússneskum þjóðsögum. Höfundur þess, Alexander Púsk-
ín, er einn af geðþekkustu skáldum sem uppi hafa verið og svip-
ar um margt til listaskáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar,
enda hefur hann orðið löndum sínum jafn mikill ljúflingur og
Jónas okkur. -— Ævintýrið er heillandi lestur fyrir börn og full-
orðna.
Ævintýri litla tréhestsins
eftir URSÚLU MORAY WILLIAMS. Þýð. Sigríður Thorlacius.
Ilöfundur þessa ævintýris er einn af vinsælustu barnabókarhöf-
undum Englands, og er hún systir hinnar þekktu listakonu, frú
Barhöru Arnason. Þetta ævintýri er bráðskemmtilegt og spenn-
andi. Litli tréhesturinn lendir í ótal ævintýrum og sigrast á
hverri þraut: hann fer til sjós, niður í námu, þreytir kapphlaup,
lendir í fjölleikahúsi, syndir yfir hafið. Hann er ákaflega góð-
samur og vill hjálpa öllum, og þess vegna snýst honum að lok-
um allt til góðs. — Varla er hægt að hugsa sér skemmtilegri bók
fyrir börn á öllum aldri.
HEIMSKRINGLA Skólavörðustíg 21, sími 5055