Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 9
ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON: Klukkan hennar öminu Sögulca/li Þegar ég lít um öxl og virði fyrir mér líf mitt á fimmta áratugi þess- arar aldar, þá verð ég stundum hissa, en stundum angurvær. Mér finnst ég hafa verið eins og klukka, eða réttara sagt eins og klukkan sem góðar konur gáfu henni ömmu minni þegar hún varð sjötug. Allt var hvítþveg- ið og hátíðlegt í kofanum okkar þennan fyrsta sunnudag í sumri, amma sáluga dubbuð og doffíneruð, ég sömuleiðis, vorsól í heiði, fiskiflugur byrjaðar að suða og fjörðurinn blár og gullinn. Ég var þá á tíunda — nei ellefta ári; og um nónbil koma fjórar prúðbúnar konur upp tröðina okk- ar, og formaður kvenfélagsins, blessuð oddvitafrúin, í broddi fylkingar, og heldur á pappakassa í fanginu, kafrjóð, andstutt og virðuleg eins og hennar var vandi. Þær föðmuðu og kysstu ömmu mína og árnuðu henni alls góðs á þessum merkilegu tímamótum í lífi hennar; og blessuð odd- vitafrúin, nýkomin úr höfuðstaðarferð, flutti ræðustúf á miðju gólfi, — fyrir hönd kvenfélagsins, sagði hún og lagði þunga áherzlu á hvert orð: Fyrir hönd kvenfélags Djúpafjarðar hefði hún keypt í Reykjavík dálitla afmælisgjöf handa ömnm minni, nýja klukku, sem hún vonaði að kæmi í góðar þarfir, — eða hafði ekki gamla klukkan hennar sagt af sér í vet- ur? Hún fór nokkrum orðum um frið sólarlagsins og vitnaði í haust- kvæði eftir framliðið þjóðskáld, en tók þvínæst klukkuna úr kassanum, lét hana á kommóðuna, dró hana upp og setti liana eftir úrinu sínu. Nú gæti afmælisbarnið, Sigríður Pálsdóttir fyrrverandi yfirsetukona, séð hvað tímanum liði. Síðan var þessari ágætu ræðu lokið. Amma mín þakkaði þeim öllum með kossi og hað guð að blessa þær; en mér lil mikillar undrunar þóttist ég sjá votta fyrir einhverskonar galsa í svip hennar meðan hún var að skoða klukkuna. Ja hérna! sagði hún. Skárri er það nú dýrgripurinn! Og eftir stutta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.