Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 15
KLUKKAN HENNAR ÖMMU 205 framan í mig annað veifið eins og skýflókar, svo að ég tók andköf, hop- aði undan hóstandi og hnerrandi, strauk tár úr augum og kenndi jafnvel svima. Þegar hann losaði síðustu skrúfuna í baki þessarar undarlegu klukku, fór hann að raula gamalt sálmalag og tuldra hitt og þetta fyrir munni sér, — o ekki er nú dónalegt í henni innvolsið, domm domm domm dí dí dæææ, en slendur samt, déskotans kenjadósin, stendur samt! Hann rýndi lengi í gangvirkið, blés inn í það lóbaksreyk, rak í það vísi- fingur, sönglaði yfir þvi sálmalög, skaraði í það með skrúfjárni, hölvaði því ástúðlega og nuddaði injórri þjöl við tvö eða þrjú tannhjól. Stund- um tók hann viðbragð, sneri klukkunni í hálfhring og sló í dingulinn, en í næstu andrá líktist ennið á honum rauðpentuðu bárujárni, söngurinn þagnaði í miðri roku, varirnar herptust um pípustertinn. Þegar á þessu hafði gengið um hríð, leit hann á ömmu mína eins og sakborningur, kingdi lokatónum jarðarfararsálms og dæsti þunglega. Jæja Jóakim, sagði amraa. Ja ég er nú enginn úrsmiður, Sigríður mín, sagði hann og hristi ösku úr pípunni. Ég get ekkert við hana tjónkað, helvítis beinið, ekki með þessu lagi. Ég yrði þá að tæta hana alla sundur, hvert pútt og plagg. Amma mín bað hann tæta hana sundur, ef þörf krefði. Honum yrði varla skotaskuld úr því að koma henni saman aftur, annar eins snilling- ur og hann væri í höndunum. Jóakim gekkst lítt upp við hólið, heldur reif í hár sér og stundi. I5að er nú svo, sagði hann. Herjans vandræði! Kannski þú megir ekki vera að því núna? spurði amma. Jóakim fór undan í flæmingi, leit í loft upp, ók sér í herðum, fitlaði við skrúfjárn og horfði loks með krossfestingarsvip á klukkuna. Vitan- lega hefði hann ærið að garfa, mikil ósköp, aldrei væri jafn margt úr lagi gengið eins og á vorin, bæði bátar og hús, vélar og verkfæri. Öngvu að síður mundi honurn hafa þótt gaman að glíma við þessa duttlunga- skjóðu, ef hann hefði talið slíkt tiltæki annmarkalaust — Hvað áttu við? spurði amma. Ja hann ætti við hitt og þetta. Hann hefði aldrei lært úrsmíði og gæti því ekki ábyrgzt neinn árangur, þó hann legði sig allan fram og tætti gangvirkið sundur, hvert pútt og plagg. Hann liti svo á, að ráðlegast væri að koma klukkunni suður með hentugri ferð. Klukkan sú arna væri afmælisgjöf til ömmu minnar frá öflugum samtökum, kvenfélagi Djúpa-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.