Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 18
208 TfMARIT MÁLS OG MENNINGAR dæu. Mér fannst þau stundum skilja mig og vera að ávarpa mig, en hvernig sem ég lagði við hlustir fékk ég ekki numið neitt svar. Þegar ég skrifa þessar minningar, frægur að endemum, kallaður stigamaður, þá herst mér að vitum angan möðru og blóðbergs, ég er aftur að reka kýrn- ar á Grænateigi í haga á lygnum sunnudagsmorgni með björtum skýj- um. Þarna geng ég, lítill kuggur í stuttbuxum og mórauðri peysu, harla ófríður og sennilega fákænni á margan hátt en títt er um börn á ellefta ái i. Skelfing er blessað veðrið gott! Ég tylli mér á lyngþúfu, hlusta á kyrrlátan nið árinnar og óska þess að stund og dagur nemi staðar. En tíminn sinnir því engu, heldur líður áfram og hvetur jafnvel sporið. Eitt kvöld fyllir heiðmyrkur dalinn, loft er svalt, nærri því biturt, dimm- raddaður borginmóði krunkar í fjarska. Þegar ég vakna morguninn eft- ir er jörð héluð og öll blóm dáin. Þriðja sumarið mitt á Grænateigi er liðið og haustgjóla bærir fallið gras. Ég kveð fólkið á bænum og held heimleiðis -— til ömmu. I þorpinu okkar virtist allt vera tíðindalaust, en þó komst ég hrátt á snoðir um, að ásigkomulag djúpsins verður ekki ætíð ráðið af kyrru yf- irborði. Miklir flokkadræltir voru með kvenþjóðinni, mér liggur við að segja ískyggilegar viðsjár, kaffidrykkja færðist jafnt og þétt í aukana, hljóðskraf og launung drottnaði í mörgum húsum, ellegar þá ögrandi svipur og vígreift fas. Sundurlyndi þessu og tilfinningaróti olli einn gripur — og hann dauður, klukkan hennar ömmu. Svo var mál með vexti, að gjaldkeri kvenfélagsins, Unndóra kona Sig- urvalda kaupmanns, hafði lýst yfir þeirri skoðun sinni á stjórnarfundi í vetur, að silfurnæla ásamt skrautrituðu ávarpi, helzt í bundnu máli, væri veglegri afmælisgjöf en klukka og þar að auki ódýrari. Hún hafði jafnvel látið í það skína, að hún væri reiðubúin að útvega félaginu slíkt ávarp gefins, enda hæg heimatökin, maður hennar var listaskrifari og skáld gott, — kvæði um íslenzka heildsala hafði fyrir skömmu birzt í blaði fyrir sunnan: Svo blessi Drottinn dyggðaríka stétt og daga og næt- ur verndi hennar rétt, Sigurvaldi Nikulásson kaupmaður, Djúpafirði. Stjórn kvenfélagsins hafði þó ekki afráðið neitt um afmælisgjöf handa ömmu, þegar oddvitafrúin brá sér til Reykjavíkur á fund tannsmiðs. Hún kom heim aftur með nýtt hros og þessa dæmalausu klukku. Unn- dóra gjaldkeri setti upp embættissvip og sagðist varla hafa heimild til að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.