Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Page 22
212 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hvað var þetta? spurði ég aftur. Landskjálftakippur væni minn, og hann snarpur, svaraði amma. Skelfing varð mér bilt við! Það brakaði í öllu, sagði ég uppveðraður. Kemur ekki annar kippur bráðum? Guð forði okkur frá því, sagði amma. Af hverju? spurði ég. Það er svo gaman þegar allt hristist. Mikill óviti geturðu verið drengur, fyrr má nú vera gáleysið! sagði amma og byrsti sig. Ertu ekki látinn læra íslandssögu í skólanum? Jú, sagði ég. Jæja, talaðu þá ekki eins og flón! í sama bili varð okkur báðum litið á kommóðuna. Óvænt hljóð heyrð- ist í stofunni, sigurverkið hafði ekki verið bilað, heldur einungis staðið á sér. Þegar jörðin tók að skjálfa undir því, hrökk það við og fór aftur að gegna hlutverki sínu: Tikk-takk, tikk-takk! Lengi stóðum við amma míri þögul hjá kommóðunni og horfðum forviða, næstum því lotningar- full, á dingulinn sveiflast. Tíminn leið fyrir sjónum okkar, klukkan gekk. Hún gekk án afláts meðan bernska mín og unglingsár runnu burt eins og straumvatn á vordegi. Hún flýtti sér hvorki né seinkaði svo nokkru næmi, og öllum kom saman um að þetta væri mesta fyrirmyndarklukka. Ég flutti hana til Reykjavíkur í gömlu kofforti þremur missirum eftir fráfall ömmu minnar; og á jólaföstu 1939 bar ég hana undir hendinni um köld stræti og seldi hana úrillum karli í skranverzlun. Það var víst fremur þröngt í búi hjá mér um þær mundir, og auk þess langaði mig til að gefa ungri stúlku nýprentaða ljóðabók, ellegar lítinn stjaka með rauðu kerti, helzt hvorttveggja. '■'krvtið er ]jað samt, að þegar ég rifja upp fyrir mér líf mitt á fimmta áratugi þessarar aldar, þá kemur mér klukkan sú arna ávallt í hug. Ein- hver dingull hætti að sveiflast, einhver hreyfing stöðvaðist í brjósti mér, ég var um langt skeið eins og ráfa, skildi hvorki sjálfan mig né aðra. Og í þessu undarlega ástandi bar margt til tíðinda, sem ég mun seint gleyma, sumt næsta furðulegt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.