Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Síða 35
HÓTELGESTIR 225 steingráum húsakössum svo langt sem augað eygði og fúlri ársprænu, sem hlykkjaðist letilega eftir djúpum og staksteinóttum farvegi um hana miðja. Ef hann væri ekki skynsamur eiginmaður, hefðu þau aldrei kom- ið í þennan stað. Það að hann reifst ekki við hana taldi hann sér til tekna sem sérstakan vott um geðprýði, þótt raunverulega ástæðan væri sú, að hann var innst inni dálítið hræddur við hana. Hún var af heimi sem hann þekkti lítið, og þess vegna hafði hún orðið honum mikið umhugs- unarefni fyrst eftir að þau kynntust og var það að vissu leyti enn eins og t. d. þegar hún sagði upp úr eins manns hljóði: „Því er hann ekki hér, maðurinn sem ég elska?“ Þá leit hann á hana dálítið hundslegur, og af því hann vissi ekki, hvernig hann ætti að taka þessu, brosti hann. Ef einhver hefði gerzt svo nærgöngull að spyrja hana, hví hún hefði gifzt honum, og ef þau hefðu þá verið skilin, mundi hún sennilega hafa svarað: „Ég var þá ekki hrifin af neinum sérstökum og maður þarf ekki beinlínis að skammast sín fyrir hann. Auk þess gekk hann mikið eftir mér.“ Upp á síðkastið voru sumir kækir hans farnir að fara svo í taug- arnar á henni, að hún missti allt vald á sér og gat ekki stillt sig um að finna jafnvel að því, sem honum var algjörlega ósjálfrátt og óviðráðan- legt. Það svalaði henni og hún iðraðist þess ekki ... Henni datt aldrei í hug, að hún gæti sært hann með þessum athugasemdum. Ef einhver hefði sagt henni, að hann hefði tilfinningu fyrir öðru en mat og drykk mundi hún ekki hafa skilið, hvað við væri átt. Hún var ekki köld, en hún var þurr. og það hafði oft komið honum í vont skap, því hann vildi hafa kvenfólk öðruvísi. Þess vegna hafði hann stundum haldið framhjá henni. Það versta var, að þótt hún kæmist að því, stóð henni alveg á sama og átti það jafnvel til að vera forvitin og spyrja hann nákvæmlega út í mök hans við annað kvenfólk. Þau voru sem sagt nútímafólk í beztu merkingu þess orðs, og hjónaband þeirra hafði alltaf verið hrein fyrirmynd í öllu öðru en því, að þeim gekk venju- lega ákaflega illa að tala saman. En þrátt fyrir það þótt hún gerði hann oft vondan í rekkjunni, hélt hann samt sem áður áfram að girnast hana meir en annað kvenfólk í fullu samræmi við þá rökleysu sem ávallt er rikjandi í samskiptum karls og konu. Þess vegna taldi hann sig, og það með réttu, miklu hamingjusamari mann í sínu hjónabandi en ýmsa aðra sem hann þekkti vel til. Aðeins kom það stundum fyrir að honum gramd- Tímarit Máls og menningar, 3. h. 1954 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.