Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Qupperneq 72
262
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Um kvöldið kemur Ásbjörn heiin með margar tegundir af ilmvötnum
og byrjar undir eins að slökkva herbergið. Hann hafði einnig keypt vax-
dúk, sem hann breiðir yfir kistuna, því að í henni geymir hann skerpu-
kjötið.
Eftir þetta ræstir hann herbergið á hverju kvöldi. Eitt kvöldið kemur
Stefanía inn til hans og kvartar yfir þessari ilmvatnssterkju eins og hún
orðar það. Hún er reið og segir, að honum sé ekki leigjandi.
Haustið nálgast. Eitt kvöld, þegar Ásbjörn kemur heim úr vinnunni,
kemur brezkur hermaður á bifhjóli. Hann skilur hjólið eftir á vegar-
brúninni og gengur til Ásbjarnar með stóran pakka og spyr eftir Jónu
Ketilsdóttur. Ásbjörn skoðar pakkann og býðst til að koma honum til
skila. Hermaðurinn lætur ])að gott heila og ekur í burtu. Ásbjörn tekur
pakkann og fer með hann upp á loft til sín, opnar hann og skoðar inni-
haldið. I pakkanum er dýrindis náttkjóll úr austurlenzku silki, útsaum-
aður, alsettur stjörnum og hálfmánum og minnir á búning austurlenzkra
vitringa og spámanna forðum eins og þeir eru sýndir á myndum í ævin-
týrabókum. Hér vantaði aðeins keilulagaða húfu til þess að slíkur bún-
ingur væri fullkominn. I pakkanum var líka konfektkassi og nýjasta gerð
af brjóstahöldum. En enginn miði var þar, senr gat ljóstrað upp um hinn
raunverulega gefanda.
Ásbjörn er sannfærður urn það, að þetta er gjöf frá einhverjum amer-
ískum liðsforingja. Liðsforingjarnir þurfa ekki að stela af snúrum til
þess að gefa stúlkunum. Þeir hafa hátt kaup. Og ef þeir eru þjófóttir eiga
þeir betra með að stela án þess að upp komist. Já, og aðstaða þeirra til
að stela úr birgðaskemmum hersins er betri en hjá óbreyttum hermönn-
um. Ef til vill hefur liðsforinginn stolið þessu frá fínu fólki hér í höfuð-
staðnum, ef til vill ekki? Um þetla hugsar Ásbjörn fram og aftur meðan
hann skoðar þessar fögru gjafir. Það er ekki laust við, að hann fyllist
samúð með hinum óbreytta hermanni. sem slökk svo fimlega yfir hliðið
og stal undirfötunum hennar Stefaníu. Flestir hinna óbreyttu hermanna
eru fátækir og hafa lítið sem ekkert kaup. Já, og fer ekki fátækt fólk á
inis við svo ínargt gott? Kannski hefði þessi atidstyggilega lykt, sem
flæmdi hana Jónu í burtu, ekki verið í herberginu hans ef hann hefði
verið uppalinn á dálítið efnaðra heimili?
Hann hættir skyndilega að brjóta heilann urn þessar hliðar málsins,
en ákveður með sjálfum sér, að hér eftir skuli hann ekki láta kokkála sig