Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 74
264 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hennar bærast fyrir haustgolunni. Hann horfir líka á útidyrnar hennar og tröppurnar. Og allt kemur þetta honum ókunnuglega fyrir sjónir. Vertu sæl, Jóna mín, segir hann í hálfum hljóðum, það er sorglegt, að þú skulir vera á leiðinni í klaustur. Við verðum bæði einmana um alla framtíð, vertu sæl, vertu sæl ... Honum finnst örlög þeirra vera ráðin. Og hann horfir til himins eins og að þar sé lausn og band örlaganna. Sólin brýzt út úr skýjunum. Þjóðvegurinn er þvalur eftir næturdögg- ina. Það er óvanalega hljótt. Ekki kvik á nokkru strái. Stakir fuglar fljúga á víð og dreif því að enn eru farfuglarnir ekki teknir að hópa sig saman. Langt í fjarska hneggjar einmana hestur. Utidyrnar eru snögglega opnaðar, en lokað samslundis aftur. Brezkur herflokkur fer eftir þjóðveginum. Hann stefnir út úr borginni. Hermenn- irnir hafa allir uppi byssur og byssustingi. Á herðunum bera þeir græn- ar regnslæður. Liðsforingjarnir, undirforingjarnir, undirundirforingj- arnir og undirundirundirforingjarnir hafa sett upp þessi sérstöku andlit, sem eiga að gefa til kynna að hermenn séu ekkert blávatn. Þegar her- flokkurinn er kominn alllangt frá húsunum, opnast dyrnar aftur og úl keniur sjálfur Benton, margra barna faðir frá London, hershöfðinginn með járnandlitið. Jóna stendur í gættinni. Hún er í nýja austurlenzka náttkjólnum, sem minnir á auslurlenzkan spámannsbúning, alsettur stjörnum og hálfmánum. En brjóstahöldin lier hún ekki. Hún brosir á eftir hershöfðingjanum. Hún veit að hann koin til hennar af þvi að hann var einmana hershöfðingi langt norður við heimskautsbaug og hafði aldrei á ævi sinni kysst óbreytta alþýðustúlku fyrr, já, hún var sú fvrsta. Svona er lífið. Hann lítur í kringum sig eins og þjófur og hraðar sér að hliðinu, teygir handleggina beina niður með síðunum og gengur eins og hann sé að stjórna heilli herdeild, sveiflandi höndunum fram og aftur með lítið prik í hægri hendi. Lítið prik? Það er ekki rétt. Þetta er sproti af sama bergi brotinn og veldissproti konungsins, táknar áhrif Bentons og völd í stjórn brezka heimsveldisins. Hann opnar hliðið gætilega og lokar því aftur. Hann hraðar sér upp á þjóðveginn í áttina til borgarinnar. IJann er mjög útskeifur, á brúnum uppreimuðum skóm í stíl við einkennisbún- inginn. Hann gengur mjög hratt. Einn, tveir, einn, tveir, einn, tveir . . . Hann fjarlægist smátt og smátt og skóhljóðið smádofnar unz það heyrist ekki lengur ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.