Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 77
V. 1. N EMÍROVITSJ - DANTSJ ENKO:
Ajiton Tsjekhov
í júlí í sumar voru liðin 50 ár frá andláti rússneska rithöfundarins
Antons Tsjekhovs. Tsjekhov er ásanit Maupassant talinn einhver bezti
smásagnahöfundur sem uppi hefur verið. Einnig skipar hann veglegt
sæti sem leikritahöfundur, og ruddi þar nýjar brautir. I tilefni þessa
hirtist hér minningargrein sem Nemirovitsj-Dantsjenko ritaði um Tsjek-
hov látinn, en þeir voru nánir vinir. V. I. Nemirovitsj-Dantsjenko var
ásamt Stanislavskij helzti frumkvöðull rússneskrar leiklislar á fyrstu
árum þessarar aldar, og saman stofnuðu þeir Listaleikhúsið í Moskvu
árið 1897. I þessu sambandi má einnig geta þess, að það var einmitt
Dantsjenko sem fyrstur vakti athygli Stanislavskijs á leikritum Tsjek-
hovs. —- Ritstj.
Mér eru efst í huga Jtrjár ntyndir af Tsjekhov, sín frá hverju timabili
í ævi hans.
Fyrsta myndin: Tsjekhov setn „efnilegur“ rithöfundur. Hann ritar
kvnslrin öll af sögum, smásögum, oft örstuttum, aðallega fyrir skop-
hlöð, og flestar birtast þessar sögur undir nafninu „A. Tsjekhonte“. Hve
margar sögur ritaði hann af þessu tagi? Mörgum árum síðar, þegar
hann hafði selt öll verk sín og var að ganga frá útgáfu á úrvali þessara
sagna, lagði ég þá spurningu fyrir hann. „Eitthvað nálægt þúsund,“
svaraði hann.
Þetta voru allt skrítlur, prýðilega gerðar, gáfulegar, lmitmiðaðar og
sérkennilegar.
En þegar hér er koitiið, fer hann að skrifa lengri sögur. Hann hefur
yndi af samvistum við aðra menn, en kýs heldur að hlusta en tala. I fari
hans er ekki vottur af uppgerð eða falsi. Hann er álitinn hafa „ótvíræða
hæfileika“, en hvern mundi hafa grunað í þá daga, að honum yrði síð-
ar skipað á bekk með sígildum höfundum rússneskra bókmennta?