Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Síða 81
JAFNVÆGI EÐA MISVÆGI í ALÞJÓÐLEGUM VIÐSKIPTUM 27] í samræmi við þessa meginforsendu klassiskrar enskrar hagfræði var kenningin um milliríkjaverzlun hugsuð sem skýring þess. hvernig bót er ráðin á óhagstæðum greiðslujöfnuði með því að atvinnuvegirnir lagi sig að breytingum í utanríkisverzluninni. Kenningin var miðuð við, að gjaldmiðlar allra helztu landa hvíldu á gullfæti. En með því að segja, að gjaldmiðill standi á gullfæti, er ekki einvörðungu átt við, að innflutn- ingur og útflutningur gulls sé engum takmörkum háður. Ef skortur varð á einhverjum gjaldmiðli, var ekki keppzt um að bjóða í hann og hann hækkaður í verði, heldur var gull notað í stað hans. Pannig var í senn tryggt, að einungis sáralitlar gengissveiflur gátu átt sér stað og alhliða milliríkjaviðskipti héldust óhindruð. Auðsætt er, að í skipan þessari fólst mikill ávinningur. Það er þess vegna að vonum, að eftirsjá jiyki í gullfætinum og leitazt sé við að endurreisa hann. Klassiska kenningin um milliríkjaverzlun var í stórum dráttum á þessa leið: Þegar greiðslujöfnuður verður óhagstæður, er hallinn jafn- aður með útflutningi gulls. Um Ieið og gull hverfur úr landi minnkar gullforði hankanna. En þar eð peningar eru tryggðir með gullinnstæð- um, eru peningar í umferð að verulegu leyti í réttu hlutfalli við gullforða bankanna. Og það er ein meginregla fjármálafræðinnar, að verðgildi peninga standi í öfugu hlutfalli við peningamagnið í umferð. Afleiðing þessara ráðstafana verður þess vegna verðhjöðnun. Innlendar vörur verða ódvrari en áður í samanburði við erlendar. Útflutningur og inn- flutningur dregst saman, unz jafnvægi hefur náðst í greiðslum við út- lönd. Áhrif hagstæðs viðskiptajöfnuðs eru þveröfug við áhrif óhag- stæðs. Á þennan hátt hélzt í stórum dráttum jafnvægi í viðskiptum heimsins. — Kenning þessi kann nú að koma ókunnuglega fyrir sjónir. Saml virtust milliríkjaviðskipti fara fram, eins og hún sagði fyrir, frá öndverðri 19. öld og fram til 1914. Þótt klassiska kenningin uin milliríkjaverzlun ætti sér marga gagn- rýnendur. beindist gagnrýni þeirra fremur að einstökuin liðum hennar en forsendum. í hagkenningum þeim, sem margir vilja kalla arftaka hinna klassisku, nýklassiska hagfræðin, er þannig enn lögð mikil áherzla á grundvallarsamræmi í alþjóðlegum viðskiptum. En nú á síðustu ár- um hefur kenningin orðið að sæta þungri gagnrýni, senr ekki er aðeins stefnt að einstökum atriðum hennar, heldur jafnframt að þeirri megin- forsendu hennar, að í heimsbúskapnum gæti tilhneigingar til jafnvægis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.