Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 85
JAFNVÆGI EÐA MISVÆGI í ALÞJÓÐLEGUM VIÐSKIPTUM 275 verður á kostnað verðgildis launanna. Aukning framleiðsluaíkasta hinna ýmsu landa verður þannig að teljast kapphlaup. „Land, sem er að dragast aftur úr öðrum um framleiðsluafköst, getur ekki ráðið bót á þeim vanda, þar sem búið er við óhindraða verðmyndun, með öðru móti en því að auka framleiðsluafköst sín miðað við önnur lönd,“ — og kemur sú niðurstaða sízt á óvart „... Nokkurra sj ónhverfinga gætir í samanburði, þar sem munur á framleiðsluafköstum er máður út með breytingum á kostnaði og verðlagi . .. Ef vöxtur framleiðsluafkasta hinna ýmissu landa er misjafn um langt skeið, verða viðskiptin óhag- stæðari löndunum, sem afturúr dragast. Þá ber þann vanda að höndum, hvernig unnt verði að ná jafnvægi í utanríkisviðskiptum án þess að skerða að ráði þjóðartekjurnar.“ Heimsstyrjaldirnar tvær stuðluðu að því að hraða breytingum í heimsbúskapnum, sem hófust um 1880. Og með fyrri heimsstyrjöldinni 1914 hófst það skeið misvægis í alþjóðlegum viðskiptum, sem síðan hefur staðið yfir óslitið og ágerzt með hverjum áratug: „Gullfóturinn hrundi þegar í upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar og við tók tímabil óreiðu í fjármálum og verðbólga; síðan var gullfóturinn endurreistur með erfiðismunum, en valt óðara um í kreppunni miklu snemma á fjórða tug aldarinnar. Þá greip hvert landið á fætur öðru til gengislækkana, horfið var frá alhliða viðskiptum, um leið og hvers kyns haftaráðstaf- anir gengu í gildi, og í kjölfar þeirra kom önnur heimsstyrjöldin með enn nýjum haftaráðstöfunum, og að henni lokinni hófst verðbólga, er virtist eins erfið viðureignar og verðhjöðnunin á fjórða tug aldarinn- ar“ í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1951 er komizt svo að orði: „Mörg þjóðlönd eru ennþá fjarri því að hafa náð jafnvægi í viðskiptum við umheiminn, og lítið hefur miðað í átt til þess stefnumiðs gjaldevris- sjóðsins að koma á fót alhliða milliríkjaverzlun án nokkurra hindrana og frjálsri gjaldeyrisverzlun.“ Mikilvægi þessara orða, segir prófessor Williams, felst í því, að þau eru skrifuð fyrsta árið eftir lok þess „fimm ára millibilsástands“, sem öll starfstilhögun sjóðsins var miðuð við. „Orðið „millibilsástand“ er löngu hætt að hafa nokkra merkingu, sem gefur í skyn afturhvarf til heimsástands, sem í senn er gamalkunnugt og býr yfir meira (viðskiptalegu) jafnvægi en þekkzt hefur að undanförnu; og það virðist... ekki síður einsætt, að leit okkar að einhverri allsherj-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.