Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 94
284 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR oft harðast og ákveðnast fram í orðum Feilans; í ræðum sínum sýnir hann sölu- mennskuna í allri nekt sinni og blygð- unarleysi. Stundum fá orð hans jafnvel ennþá víðara baksvið, varpa ljósi á al- gild vandamál listamannsins: „Hin stóra list er í því fólgin að láta eingar persónu- legar hömlur hefta sig; vera reiðubúinn að kasta á markaðinn alveg hispurslaust öllu því innilegasta og um leið algeing- asta og sjálfsagðasta sem býr í sérhverj- um menskum manni ... og ótal hvers- dagslegir menn og konur koma með aur- ana sína og kaupa sig inn til að sjá hversdagsleik sjálfra sín blómstra í þess- um eina sem guð gaf einlægnina til að tjá sig.“ Þetta er ekki tómt spott, þótt orðin séu lögð Feilan í munn; hér býr fleira undir. En með því að setja þessar hugleiðingar í slíka umgerð tengir HKL þetta eilífa vandamál hins skapandi listamanns öðrum vanda: áseilni sölu- mennskunnar á svið listarinnar. Sú sölumennska sem HKL veitist að í leikritinu nær þó ennþá víðar. Feilan talar um að „hefja okkar litlu þjóð upp- til stórþjóðanna og gera hana að frægri heimsþjóð í því fræga heimsfélagi þar sem allar bombur eru jafnstórar". Og þessu skal komið í kring með gagn- kvæmum skiptum við Peacock, því að „ef ekki er gagnkvæm greiðasemi og bræðralagsandi milli þeirra sem hafa sömu hugsjónir hvar sem er á jörðinni, þá er menníngin búin að vera“. Það þarf ekki að spyrja um hvers konar menningu er átt við. Og í lokaræðunni tekur Feilan enn dýpra í árinni, þegar hann gerir síð- ustu tilraunina að selja Lóu; apamaður- inu frá Universal var óverðskuldaður velgerningur og Islendingar verða að gjalda líku líkt: „Þessi únga og gáfaða náttúrukona sem situr hérna milli okkar, hún er það besta og göfugasta sem við eigum í þessu fátæka landi, hún er í raun og veru fjallkonan okkar, — og hana afhendum við þér, að vísu með heituin saknaðartárum, en þó undirniðri með sönnu stolti, að hafa borið gæfu til að leggja okkar litla skerf til heims- meuníngarinnar, hm; já og til alheims- bræðralagsins, svo okkar veiki feimnis- tónn megi einnig ná að heyrast í sam- hljómi þjóðanna.“ — Kannast nokkur við skeytið? Viðbrögð sumra blaðadóm- ara — og áhorfenda — gætu bent í þá átt. Með þessum hætti hefur HKL gert leikrit sitt að öðru og meira en persónu- legri tragedíu ungrar fávísrar konu sem sér um seinan að hún hefur selt dýrustu eign sína fyrir minna en ekkert. Orlög Lóu verða spegilmynd þess sem bíður allra þeirra er verða sölumennskunni að bráð, hvort heldur það eru listamenn eða venjulegt fólk í litlu landi á jaðri heims. Þetta er sama aðferðin og HKL hefur áður beitt í sögum sínum, að sýna okkur mikil vandamál í gervi mannlegra ör- laga. Og þeir sem kveinka sér undan því að slík list sé áróður, gera það af því að þeir finna að einmitt hin listrænu tök á efninu hvessa brodd ádeilunnar, gera svipuhöggin sárari en nokkrum stjóm- málagörpum getur nokkru sinni tekizt. HKL hefur lagt á það mikla stund að gera mál leikritsins sem einfaldast og munntamast, en með því er ekki sagt að setningar og tilsvör séu flöt og sviplaus, öðru nær. Málið er bráðlifandi nútíðar- mál með hóflegri aðkenningu af reyk- vísku, og fer alveg prýðilega á leiksviði. Enda þurfti enginn sem lesið hefur Atómstöðina að efast um að Halldór hefði fullkomið vald á slíku tungumáli. Silfurtunglið er ekki eins stórt í snið-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.