Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 98
288 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ið saman af tilvitnunum Einars, hefur reynzt traust. Rit hans mun standast allvel sparðatínslu, en aðalveikleiki þess gæti átt rætur sínar í því, að höf- undur er einna íslenzkastur þeirra Is- lendinga, sem ég þekki. Og e. t. v. er þetta ekki veikleiki, heldur styrkur, það er álitamál. Ritið er lofgerð um stéttlaus samfélög, alþvðuríki, en níð um ríkisvald yfirstéttar. Einar er stöð- ugt að bera saman „hinn frjálsa ætt- sveitung gagnvart konungi eða hrotta- fengnum höfðingjum“. „Vér höfum séð,“ segir hann, „ógleymanlega mynd Snorra Sturlusonar af Halldóri Snorra- syni andspænis Haraldi konungi harð- ráða og mynd Njálusnillingsins af Skarphéðni andspænis Þorkatli hák.“ Hann teflir Halli af Síðu gegn Vil- hjálmi bastarði og segir: „Hvílfkar andstæður eru þessir tveir menn: Vil- hjálmur konungur bastarður, maðurinn, sem rak sporann í brjóst konu sinni, er hún vildi tala við hann, og varð henni að bana, — maðurinn, sem lét drepa Valþjóf í griðum, — það er maðurinn, sem fullkomnaði aðalsskipulagið í Englandi. Hins vegar er Hallur bóndi af Síðu, sem leggur son sinn ógildan til þess að skapa þjóðfélagi sínu frið, — það er maðurinn, sem ásamt öðrum sama sinnis skapar kristið ættasamfé- lag Islands á 11. öld. Vissulega eru það tveir ólíkir heim- ar, sem endurspeglast í þessum mönn- um.“ Árið 1948 kom út í Noregi rit eftir Arne Odd Jensen (prófessor í kirkju- sögu?) og heitir Fra Ættesamfunn til Statssamfunn, eða frá ættasamfélagi til ríkissamfélags. Þetta rit er lofgerð um ríkisvaldið, svnir, hvernig ríkisvaldið á að hafa siðfágað og siðmenntað norsku þjóðina. Það er algjör andstæða við rit Einars Olgeirssonar, sem sýnir, hvernig íslenzk menning verður sérstæð, siðfág- uð og glæsileg, af því að hér var ekkert ríkiskúgunarvald á glæsilegasta skeiði þess. Og Einar stígur feti framar. Hann bendir á, að eitt hið sérkennilegasta við íslenzka þjóðarsögu sé það, að hið forna, líttstéttgreinda þjóðfélag er inn- an griplengdar vorra tíma. Hér á landi skapaðist ekki innlent ríkisvald yfirstétt- ar fyrr en á síðustu árum og það er ekki fullmótað ennþá, en riðar nú víða til falls í heiminum eða er leyst af hólmi af samvirkum samfélagsháttum stéttlausra ríkja sósíalískra landa. Á slíkum tíma- mótum telur Einar okkur nauðsynlegt að líta um öxl og læra af okkar cigin fortíð. Hann segir: „Þjóðveldið gefur oss lærdómsríkt fordæmi um forustu í samfélagi, þar sem enn er ekki um að ræða verulegar stéttaandstæður. Þar hafa leiðtoginn og umbjóðendur hans svipaðra hugsmuna að gæta og lík markmið. Leiðtoginn leitast við að stjórna í samræmi við hina sameiginlegu hagsmuni, þ. e. a. s. af viturleik og réttlæti. Og þingmennirnir veita honum fulltingi og hlíta leiðsögn hans, af því að hann er að framkvæma vilja þeirra. Leiðtoginn styðst þannig ekki við neitt vald í venjulegum skiln- ingi, heldur einungis trúnaðartraust al- þýðu og atfylgi. Milli leiðtogans og um- bjóðandans —- og goðans og þingmanns- ins — skapast samhugur og siðferðileg bönd, sem eru svo sterk, að hvor aðilinn um sig vill heldur færa persónulegar fórnir, þegar því er að skipta, jafnvel þyngstu fórnir, heldur en rjúfa þetta hefðbundna samræmi. Það er þessi sam- staða leiðtoga og alþýðu, sem framar öllu skapaði hina stórbrotnu og vitru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.