Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Qupperneq 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Qupperneq 104
294 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sem er undanfari Þjóðleikliússins," segir Lárus í bók sinni. Sigurður Guðmundsson var stofnandi forngripasafnsins, og hefði það nægt til að tryggja honum virðingarsess í ís- lenzkri menningarsögu, þótt hann hefði ekki komið nærri henni að öðru leyti. Hann gerði tillögur um breytingar á ís- lenzka kvenbúningnum, og náðu þær fram að ganga. Hann átti ef til vill fyrstu arkitektsaugun, sem lituðust um hér í Reykjavík, og sá sýnir, er mörgum mun þykja ærið djarflegar enn í dag, þótt sumar hugsjónir hans um byggingar í bænum og skipulag höfuðstaðarins séu nú ýmist orðnar að veruleika eða í þann veginn að rætast. Sigurður var „fyrsti akademíski málarinn“ á Islandi og í rauninni bæði fyrsti listfræðingur og leiklistarfræðingur landsins, þótt ekki liggi ýkja mikið eftir hann í neinni af þessum greinum. „Menn eru svoddan nápínur á íslandi, að þeir tíma ekkert til að leggja, nema þar sem brennivínið er öðrumegin," sagði Jón Sigurðsson. Eng- inn galt þessa nápínueðlis grimmilegar en „framsögumaður í þeim málum, sem aldrei hafa verið borin upp fyrr .. Samtíðin hlaut að gera út af við jafn tröllaukinn anda og Sigurð. En framtíð- in blessar nafn hans. „Þáttur Sigurðar málara" er geðþekk bók, ræktarsemi höfundarins við minn- ingu snillingsins fögur og þakkarverð. En meira mætti að gera til að efla liróð- ur hans. Ég legg til að stofnaður verði „Minningarsjóður Sigurðar málara“ og fénu varið til að styrkja framsækna myndlistarmenn. Það er nefnilega minni munur á aðbúnaði þeirra og Sigurðar en margur hyggur. Einar Bragi. Jónas Árnason: Fólk Börn — og annaS fólk, Heimskringla 1954. I bókaflokki Máls og menningar nú í ár er meðal annarra góðra bóka bók eft- ir Jónas Árnason. Hún heitir Fólk og er vissulega um fólk, nánar til tekið í tveim meginhlutum, og heitir annar Börn, en hinn og annaS fólk. Á titilblaði er efnið skilgreint sem þættir og sögur. Þetta mun fyrsta bókin, sem kemur út eftir þennan höfund. Þó er hann þegar orðinn þjóðkunnur sem rithöfundur fyr- ir greinar, sem birzt hafa í blöðum og tímaritum eða fluttar í útvarp, og mjög dáður. Bók þessi er safn nokkurra þeirra ritgerða auk nýrra. Viðvíkjandi hinum eldri er um úrval að ræða. Þó saknar maður sárlega þeirrar ritgerðarinnar, sem margur mundi sízt vilja missa, en það er hið sögulega erindi um hundinn á Keflavíkurflugvelli, sem flutt var á sínum tíma í Ríkisútvarpið með þeim árangri, að segja má með sanni, að sú ágæta stofnun hafi síðan ekki borið sitt barr, því að frá þeirri stundu hefui það ekki árætt að starfrækja einn vinsælasta þátt sinn, sem það hafði þá haldið uppi um skeið. En það er eitt til marks um ágæti þessa höfundar, að þótt undan sé stung- ið því, sem manni hafði þótt ágætast alls og mestan orðstír hafði hlotið, þá er þessi bók eitt hið hugþekkasta og á- nægjulegasta lestrarefni, sem berst manni í hendur. Jónas Árnason er mjög sérstæður höfundur í bókmenntum okk- ar. Verk hans falla ekki undir neitt þeirra bókmenntaforma, sem talin hafa verið til listgreina, og þó verður að skipa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.