Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að deyja af barsmíðum fallhlífahermannanna, ef ég ætti að láta lífið, spurði ég sjálfan mig hvort það væri ekki grunur um nálægð dauðans, sem kæmi mér til að finna þessi „rök“. Að deyja til að deyja, var ekki hetra að það yrði nú þegar og án þess að eiga það á hættu að hjálpa böðlunum? Ég reyndi að hugsa eins rólega og ég gat, og ég komst að þeirri niðurstöðu, að þeir mundu hvort sem væri ekki taka til við mig aftur fyrr en morguninn eftir í fyrsta lagi, og ég hefði því ennþá tíma til að drepa mig, ef það væri nauðsyn- legt. Mér var einnig ljóst að ég var ekki í eðlilegu ástandi og að ég þurfti að hvílast til að geta hugsað betur. Eg svaf til morguns. Nóttin hafði rekið út hitasóttina og með henni óttann frá kvöldinu áður. Ég var skyndilega lireykinn og glaður að hafa ekki látið undan. Ég var viss um að ég mundi enn standast raunina, ef þeir byrjuðu aftur, að ég mundi berjast þar til yfir lyki, að ég færi ekki að auðvelda þeim verkið með því að stytta mér aldur. Um nónbilið var ég fluttur aftur yfir í hitt húsið og í klefann, sem ég hafði áður verið í, en ég var þar ekki lengi. Um kvöldið var ég látinn fara sömu leið aftur í „skápinn“, þar sem ég var aðra nótt. Af samtalsbrotum, sem ég heyrði á göngunum, fékk ég skýringu á þessum skipunum og gagnskipunum: Það var búizt við nefnd í heimsókn (ég veit ekki hvaða nefnd). Hún átti ekki að fá að sjá mig. Ég var því „falinn“ í hinu húsinu, sem raunverulega tilheyrði ekki „skipulagsstöðinni“ og var einungis íveruherbergi fyrir fallhlífahermenn og matsalur. Mér leið betur og ég gat risið upp og staðið í fæturna. Ég fann á breyttu viðmóti fallhlífahermannanna, að þeir höfðu „á íþróttamannsvísu“ kunnað að meta þögn mína. Stóri fallhlífarhermaðurinn úr flokki Lo . . . hafði sjálfur breytt um framkomu. Hann kom einn morgun inn í klefann til mín og sagði: „Höfðuð þér verið píndur í andspyrnuhreyfingunni?“ „Nei, þetta er í fyrsta sinn,“ svaraði ég. „Það er vel af sér vikið,“ sagði hann, eins og sérfræðingur. „Þér eruð harður af yður.“ Um kvöldið kom annar, sem ég þekkti ekki, lítill og ljóshærður, talaði með norðurfrönskum málhreim, nýliði. Hann sagði brosandi út undir eyru: „Sko, ég sá það allt saman, ha! Faðir minn hefur sagt mér frá kommúnistum í and- spyrnuhreyfingunni. Þeir deyja, en segja ekkert. Það er vel af sér vikið!“ Ég horfði á þennan mann, sem hafði einkar aðlaðandi andlit, en gat talað um píslarstundir mínar eins og um kappleik, sem hann minntist, gat komið til mín kinnroðalaust og óskað mér til hamingju, eins og um væri að ræða hjól- 346

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.