Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að deyja af barsmíðum fallhlífahermannanna, ef ég ætti að láta lífið, spurði ég sjálfan mig hvort það væri ekki grunur um nálægð dauðans, sem kæmi mér til að finna þessi „rök“. Að deyja til að deyja, var ekki hetra að það yrði nú þegar og án þess að eiga það á hættu að hjálpa böðlunum? Ég reyndi að hugsa eins rólega og ég gat, og ég komst að þeirri niðurstöðu, að þeir mundu hvort sem væri ekki taka til við mig aftur fyrr en morguninn eftir í fyrsta lagi, og ég hefði því ennþá tíma til að drepa mig, ef það væri nauðsyn- legt. Mér var einnig ljóst að ég var ekki í eðlilegu ástandi og að ég þurfti að hvílast til að geta hugsað betur. Eg svaf til morguns. Nóttin hafði rekið út hitasóttina og með henni óttann frá kvöldinu áður. Ég var skyndilega lireykinn og glaður að hafa ekki látið undan. Ég var viss um að ég mundi enn standast raunina, ef þeir byrjuðu aftur, að ég mundi berjast þar til yfir lyki, að ég færi ekki að auðvelda þeim verkið með því að stytta mér aldur. Um nónbilið var ég fluttur aftur yfir í hitt húsið og í klefann, sem ég hafði áður verið í, en ég var þar ekki lengi. Um kvöldið var ég látinn fara sömu leið aftur í „skápinn“, þar sem ég var aðra nótt. Af samtalsbrotum, sem ég heyrði á göngunum, fékk ég skýringu á þessum skipunum og gagnskipunum: Það var búizt við nefnd í heimsókn (ég veit ekki hvaða nefnd). Hún átti ekki að fá að sjá mig. Ég var því „falinn“ í hinu húsinu, sem raunverulega tilheyrði ekki „skipulagsstöðinni“ og var einungis íveruherbergi fyrir fallhlífahermenn og matsalur. Mér leið betur og ég gat risið upp og staðið í fæturna. Ég fann á breyttu viðmóti fallhlífahermannanna, að þeir höfðu „á íþróttamannsvísu“ kunnað að meta þögn mína. Stóri fallhlífarhermaðurinn úr flokki Lo . . . hafði sjálfur breytt um framkomu. Hann kom einn morgun inn í klefann til mín og sagði: „Höfðuð þér verið píndur í andspyrnuhreyfingunni?“ „Nei, þetta er í fyrsta sinn,“ svaraði ég. „Það er vel af sér vikið,“ sagði hann, eins og sérfræðingur. „Þér eruð harður af yður.“ Um kvöldið kom annar, sem ég þekkti ekki, lítill og ljóshærður, talaði með norðurfrönskum málhreim, nýliði. Hann sagði brosandi út undir eyru: „Sko, ég sá það allt saman, ha! Faðir minn hefur sagt mér frá kommúnistum í and- spyrnuhreyfingunni. Þeir deyja, en segja ekkert. Það er vel af sér vikið!“ Ég horfði á þennan mann, sem hafði einkar aðlaðandi andlit, en gat talað um píslarstundir mínar eins og um kappleik, sem hann minntist, gat komið til mín kinnroðalaust og óskað mér til hamingju, eins og um væri að ræða hjól- 346
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.