Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 64
TIMARIT MALS OG MENNINGAK yrði viðurkennt, hiifðu þá misheppnazt vegna þess að flokkur Lúmúmba var eini stjórnmálaflokkurinn í Kongó sem átti það nafn skilið og einu samtökin sem náðu til alls landsins; önnur samtök styðjast við ættflokka og eru einskorðuð við einstaka landshluta. Lúmúmba var því í augum Belgíustjórnar orðin nauðsyn, ill en óum- flýjanleg. En auðhringunum hafði aldrei dottið í hug að viðurkenna ósigurinn; þeir voru staðráðnir í að hindra það með öllum ráð- um að sjálfstæði Kongó yrði meira en nafn- ið eitt; þó Belgíustjórn velti vöngum vissu þeir vel hvað til síns friðar heyrði og voru öldungis ósnortnir af samvizkuhiti hins vestræna frelsis. Þróun mála í Kongó síðan 1958 er í stór- um dráttum sem hér segir: Þegar í ljós kom að Kongómenn mundu ekki sætta sig öllu lengur við óbreytt ástand og kröfunni um sjálfstæði jókst svo fylgi að Belgíustjórn gat varla skellt skolleyrunum við henni öllu lengur, þá hófu hringarnir sína gagnsókn. Hernaðaráætlun þeirra var engin gamaldags nýlendupólitík: það átti ekki að berjast móti því að Kongó hlyti sjálfstæði, það átti aðeins að gera þær ráð- stafanir meðfram, að hringarnir héldu öll- um verðmætustu ítökum sínum óskertum. Þegar 1958 var því sú hugmynd sett fram að gera Kongó að ríkjasambandi, með svo víðtækri sjálfstjórn landshluta, að þeir gætu hver um sig upp á eigin spýtur á- kvarðað samband sitt við Belgíu. Þessi á- ætlun var, eins og auðskilið er, einkum miðuð við Katanga, auðugasta héraðið. Ódulbúin mætti hugmyndin þó svo mikilli mótstöðu að hún var fljótlega lögð fyrir róða. Þá var hernaðaráætluninni breytt og nú var hinum innfæddu att á foraðið sjálf- um: flokkur Tshombes tók að láta á sér bera. Fyrst í stað voru raunveruleg stefnu- mið hans ekki höfð í liámælum, en þau skýrðust að sama skapi og styrkur flokks- ins jókst: samkvæmt þeim átti Katanga að fá sína eigin stjórnarskrá, sem gerði það óháð Leopoldville; öðrum landshlutum Kongó skyldi vera frjálst að ganga í banda- lag við Katanga, sem yrði þá þungamiðja landsins og tengiliðurinn milli Kongó og Belgíu. Nú gekk á ýmsu unz Kongó öðlaðist sjálf- stæði. Allskonar klækjum var beitt til að tryggja hin fornu ítök nýlenduherranna, en reyndar voru þeir ekki allir á einu máli: ásamt stjórn Belgíu virðist hluti af kapítal- istunum sem áttu hagsmuna að gæta í Kongó, haía viljað fara að öllu gætilega, í von um að geta haldið Kongó saman; en aðrir fulltrúar auðhringanna stefndu að því einu að kljúfa Katanga frá Kongó og láta aðra landshluta sigla sinn sjó. Stefna þeirra síðarnefndu varð ofan á. Auðhringamir notuðu tækifærið þegar uppreisn brauzt út í Kongóher skömmu eft- ir að landið varð fullvalda í sumar og lof- uðu Tshombe að stofna hið „sjálfstæða" ríki Katanga. Uppreisnin í hernum og ó- eirðirnar (ýktar af fréttamönnum) voru aðeins kærkomið lækifæri. En hverjir eru nú þessir auðhringar og liver er saga þeirra í Kongó? Til að svara því að nokkrn mun ég nú þýða kafla úr grein sem hirtist í franska vikublaðinu France-Observateur 24. ágúst s.l.: „Katanga hefur aldrei verið stjórnað frá nýlendumálaráðuneytinu í Bruxelles né heldur frá Leopoldville. Katanga hefur allt- af verið stjórnað frá Rue Montagne-du-Parc í Bruxelles þar sem Société générale de Belgique hefur aðsetur og frá nálægum götum, þar sem Compagnie du Congo pour le Commerce et l’Industrie og Union Mini- ére du Haut-Katanga hafa skrifstofur sín- ar. 398

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.