Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Qupperneq 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Qupperneq 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mannsins“, eins og Zweig orðar það, þrá að sjá nýju óperuna á leiksviði. Svo mikið þótti nazistum við liggja að brjóta ekki Strauss af sér, að það var að því komiö, að fært yrði upp verk eftir Gyðinginn Stefán Zweig. „Þegar ég rifja það upp, sem hefur glatt mig um dagana,“ segir Zweig, „get ég minnzt þess með hógværri ánægju að hafa orðið til að skap- rauna Adólf Hitler, voldugasta manni nútímans“. En það er hvorki hreinn né glæsilegur tónn í þessum orðum listamannsins. I bók hans kemur hvervetna fram tilfinning hans fyrir því, að liann skorti hetjuskap. Tvær eru þær teg- undir manna, sem hann dáir öðrum fremur: fágaðir listamenn og hetjur andlegrar baráttu. Ég hef áður minnzt á aðdáun hans á Sigmundi Freud. Hann skrifar um Italarin Benedetto Croce, sem í áratugi hafði verið and- legur leiðtogi æskulýðsins á Ítalíu og komizt til æðstu mannvirðinga, var þingmaður og ráðherra um skeið, en komst á öndverðan meið við Mússó- líní. Hann var hrakinn úr öllu opin- beru starfi, og fasistarnir réðust að húsi hans og brutu rúður. En hann Iét ekki hrekja sig úr landi, þó að hon- um stæðu til boða virðulegustu stöð- ur erlendis. Hann var kominn á efri ár, og Zweig lét í ljós við hann að- dáun sína á því, hve hress hann væri í anda og óbugaður í sinni andlegu einangrun á Italíu, þar sem „það kostaði ítala og jafnvel útlending meir en miðlungskjark að heimsækja hann, því að stjórnarvöldin vissu, að í virkisborg sinni, íbúðinni, sem var yfirfull af bókum, talaði hann eins og honum bjó í brjósti,“ segir Zweig. Þá hlær Benedetto og segir: „Það er einmitt andstaðan, sem heldur mönn- um ungum ... Nú þegar ég er einn og hef ekki æskulýðinn í kringum mig, er ég neyddur til að kasta ellibelgn- um.“ — En dýpst aðdáun finnst mér skína í gegn, þar sem hann talar um Romain Rolland. Hann var hinn fág- aði listamaður, en jafnframt hin ótrauða hetja í baráttunni gegn spill- ingaröflum mannkynsins. Frammi fyrir þessum manni segist Zweig verða að fyrirverða sig. „Hér þóttist ég skynja,“ segir hann, -—- „og það vekur mér stöðugt nýja fagnaðar- kennd — mannlega og siðræna yfir- burði, andlegt sjálfstæði og hroka, frelsi sem eðlislögmál frjálsrar sálar“. Þessi kynni, sem hér segir frá, áttu sér stað fyrir heimsstyrjöldina fyrri, en aldarfjórðungi síðar, mitt í heims- styrjöldinni síðari, rifjar hann við- ræðurnar upp og þau sannindi, sem hann nam af vörum vinar síns: aftur- haldsstefnan sé greinilega í uppsigl- ingu og baráttan gegn henni sé mikil- vægari en þjónustan við listina. „ „Listin getur verið oss til huggunar í einkalífi voru,“ sagði hann við mig, „en gagnvart raunveruleikanum má hún sín einskis.“ “ Zweig reyndist 386
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.