Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 88
GRETTISFÆRSLA Lesendum bókar Jóns Helgasonar, Hand- ritaspjalls, mun leika forvitni á að frétta af viðureign Olafs Halldórssonar við Grettisfærslu. Jón segir þar frá sorglegum afdrifum þessa kvæðis, sem urðu þau að það var skafið burt úr því eina handriti sem það befur varðveitt svo kunnugt sé. Handritið (AM 556 a—b, 4to) hefur m. a. að geyma Grettis sögu og endar hún þar á þessum orðum: „Lýkur hér sögu Grettis Ásmundarsonar á fræði því er Grettisfærsla heitir og Isfirðingar gjörðu þá er þeir höfðu handtekið Gretti Ásmundarson, en margir hafa síðan við aukið mörgum kát- ligum orðuni; er þetta upphaf á:“. En hér hefur skafarinn byrjað sitt skemmdarverk og verður nú ekki annað greint af þessu „fræði“ (kvæði) en „einstakir stafir eða jafnvel eitt og eitt orð á stangli". Og Jón bætir við að sennilega hafi eitthvað þótt lóttúðugt eða klúrt í kvæðinu og skemmd- arseggnum hafi tekizt það sem hann ætlaði sér — að aftra því að aðrir gætu framvegis lesið þetta hneykslanlega kvæði. En í neð- anmálsgrcin sem bætt er við eftir að bókin er komin í próförk hefur Jón fréttir að færa, nýjar ljósmyndir (teknar við útfjólu- bláa birtu) hafa nú afhjúpað ýmislegt sem áður varð ei greint og Ólafur Halldórsson er nú að glíma við þetta og má vænta þess að brátt verði skýrt frá árangrinum á prenti. Ólafur hefur nú leyst frá skjóðunni og hirt grein urn Grettisfærslu í nýútkomnu ritgjörðasafni sem gefið er út af Árnanefnd undir ritstjórn Jóns Helgasonar.1 i Greinin er á ensku, — rúmlega 28 blaðsíður. Verð- 1 Bibliotheca Arnamagnæana, Vol. XX, Opuscula, Voi. I („bestáende af mindre tekstudgaver og afhandlinger udarbejdede ur hér sagt nokkuð frá niðurstöðum hans, þar eð þess er ekki að vænta að allir þeir sem áhuga liafa á þessu efni, eigi kost á að lesa ritgjörðina sjálfa. Skemmst er af að segja að Ólafi telst svo til að kvæðið hafi verið alls næstum 400 ljóðlínur. Það var skrifað á þremur blað- síðum, en útfjólubláa ljósið kemur að engu gagni við þá fyrstu og verður nú ekkert les- ið af henni. (Ástæðan er sú að fyrir um það bil einni öld hefur fræðimaður nokkur makað einhverjum áburði á blaðsíðuna í því skyni að skýra letrið, en árangurinn varð sá einn að spilla því sem annars hefði mátt lesa í áður nefndri birtu). Ólafur hef- ur að mestu leyti getað ráðið fram úr því sem stendur á hinum tveimur og fyllir það efni hálfa þriðju blaðsíðu í ritgjörð hans (og hefur hann þá fyllt rúm ólæsilegra stafa með jafn- eða álíka mörgum núllum). Kvæðið hefur verið líkast þulu og byrjar á þessum orðum (þeim einu sem lesin verða á fyrstu blaðsíðunni): Karl nam at búa / beint má því ... Á 2. bls. er í fyrstu talið upp hvað Grettir kunni til verka og er all- slitrótt það sem lesið verður, m. a.: hann kann erja / og korn ... at (berja?) / ... ok haga vel plógi / hann kann at slá / ok at raka ljá, / vera í hlaupi / ok bera ... hrundum. / Margt kann Grettir vel at vinna; / hann kann malt mala meyjum ... / Ok ná í búsmala. / Miklu kann Grettir fleira vel at vinna: / hann greiðir fyrir gest- um (?) / ok gefur hestum, / dr>kk at blanda / ... eld kynda / ... / lásu at lúka / ok at lita dúka; / við eld at húka / ok vekja upp púka, / láta fræði(?) fjúka / ok i eller i tilknytning til Det Arnamagnæ- anske Institut og Den Arnamagnæanske Kommissions Ordbog"). 422
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.