Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 39
ÓLAFUR JÓHANN SIGURÐSSON sem endaði með því, „að töfragripur- inn lá sundurbrotinn á gólfinu: hinar tuttugu og fimm stjörnur soldánsins í Konstantínópel höfðu eyðilagzt, hin dýrkeypta heimsmenning. (mín) var liðin undir lok.“ Speglast ekki einnig í þessari látlausu harnasögu viðbrögð hinna fullorðnu? Styrkur sögunnar er þó ekki fyrst og fremst fólginn í efn- inu, heldur efnistökum, hinni frá- bæru framsetningu. Hengilásinn hefur svipað sögumið, en þar er líkingin ekki eins ljós. Kötturinn minn er dauður hefur svipað sögumið og kaflinn úr fram- haldi Gangvirkisins, sem birtist í Tímariti Máls og menningar á síðast- liðnu ári og verður lesin hér á eftir. Það er dulhúin ástandssaga, en ég er ekki fjarri því, að það efni njóti sín eins vel í hinni Ijósu túlkun þeirra fermingarbræðranna frá Djúpafirði. Gömul frásaga sýnir hinsvegar, hvernig hægt er að draga saman í stuttan þátt efni, sem annars ætti heima í langri hóksögu. Þarna er raunar á ferðinni svipað sögumið og í hinum lengri skáldsögum, togstreit- an milli ástarinnar og listarinnar, löngunarinnar til að vinna afrek. Skilyrðislaus þjónusta við listina hlýtur óhjákvæmilega að leiða til öræfagöngu og einveru, en sá, sem horfir of fast niður í gljúfur mann- lífsins, týnist að lokum í sjálfum sér, eigin ástríðum og kenndum. Þriðja táknið í þessari sögu er svo um af- stöðu listamannsins og annarra til verksins. Ég hef nú minnzt á fáeina þætti, sem mér finnast sérstaklega athyglis- verðir. Sumir mundu sjálfsagt nefna aðra svo sem Píus páfi yfirgefur Vati- kanið eða Myndin í speglinum og Ní- unda hljómkviðan, svo að nefndir séu þeir þættir, sem eru einna ólíkastir að efni, en eru báðir haglega gerðir með seiðsterka framsetningu. Að lokum langar mig að minnast á einn þátt, söguna Hvolp í síðasta smásagna- safninu, en hún mun vera samin um 1950. I henni segir frá rithöfundi, sem dvelst í sumarbústað og er að semja smásögu. Framarlega í sögunni segir svo: „Vandamál nútímans — já ég er hingað kominn til að vinna sér- stakt verk, sem ég hef búið mig und- ir lengi. Ég veit ekki betur en hafi lesið með harmkvælum nokkrar er- lendar fræðibækur og skrifað hjá mér fjölmargar athugasemdir varð- andi efni þeirra til að verða fær um að vinna þetta verk. í stuttu máli: ég er hingað kominn til að semja sögu um pilt og stúlku, áhrifamikla smá- sögu, grundvallaða á nýjustu kenn- ingum erlendra vísindamanna og heimspekinga, en jafnframt er sögu- korninu ætlað að verða ofurlítil skuggsjá þeirrar bölsýni sem tvær stórstyrjaldir hafa leitt yfir æskulýð þjóðanna. Mér er engin launung á því, að ég hef afráðið að láta piltinn sálga sér eftir miklar þrengingar, en 373
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.