Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 39
ÓLAFUR JÓHANN SIGURÐSSON sem endaði með því, „að töfragripur- inn lá sundurbrotinn á gólfinu: hinar tuttugu og fimm stjörnur soldánsins í Konstantínópel höfðu eyðilagzt, hin dýrkeypta heimsmenning. (mín) var liðin undir lok.“ Speglast ekki einnig í þessari látlausu harnasögu viðbrögð hinna fullorðnu? Styrkur sögunnar er þó ekki fyrst og fremst fólginn í efn- inu, heldur efnistökum, hinni frá- bæru framsetningu. Hengilásinn hefur svipað sögumið, en þar er líkingin ekki eins ljós. Kötturinn minn er dauður hefur svipað sögumið og kaflinn úr fram- haldi Gangvirkisins, sem birtist í Tímariti Máls og menningar á síðast- liðnu ári og verður lesin hér á eftir. Það er dulhúin ástandssaga, en ég er ekki fjarri því, að það efni njóti sín eins vel í hinni Ijósu túlkun þeirra fermingarbræðranna frá Djúpafirði. Gömul frásaga sýnir hinsvegar, hvernig hægt er að draga saman í stuttan þátt efni, sem annars ætti heima í langri hóksögu. Þarna er raunar á ferðinni svipað sögumið og í hinum lengri skáldsögum, togstreit- an milli ástarinnar og listarinnar, löngunarinnar til að vinna afrek. Skilyrðislaus þjónusta við listina hlýtur óhjákvæmilega að leiða til öræfagöngu og einveru, en sá, sem horfir of fast niður í gljúfur mann- lífsins, týnist að lokum í sjálfum sér, eigin ástríðum og kenndum. Þriðja táknið í þessari sögu er svo um af- stöðu listamannsins og annarra til verksins. Ég hef nú minnzt á fáeina þætti, sem mér finnast sérstaklega athyglis- verðir. Sumir mundu sjálfsagt nefna aðra svo sem Píus páfi yfirgefur Vati- kanið eða Myndin í speglinum og Ní- unda hljómkviðan, svo að nefndir séu þeir þættir, sem eru einna ólíkastir að efni, en eru báðir haglega gerðir með seiðsterka framsetningu. Að lokum langar mig að minnast á einn þátt, söguna Hvolp í síðasta smásagna- safninu, en hún mun vera samin um 1950. I henni segir frá rithöfundi, sem dvelst í sumarbústað og er að semja smásögu. Framarlega í sögunni segir svo: „Vandamál nútímans — já ég er hingað kominn til að vinna sér- stakt verk, sem ég hef búið mig und- ir lengi. Ég veit ekki betur en hafi lesið með harmkvælum nokkrar er- lendar fræðibækur og skrifað hjá mér fjölmargar athugasemdir varð- andi efni þeirra til að verða fær um að vinna þetta verk. í stuttu máli: ég er hingað kominn til að semja sögu um pilt og stúlku, áhrifamikla smá- sögu, grundvallaða á nýjustu kenn- ingum erlendra vísindamanna og heimspekinga, en jafnframt er sögu- korninu ætlað að verða ofurlítil skuggsjá þeirrar bölsýni sem tvær stórstyrjaldir hafa leitt yfir æskulýð þjóðanna. Mér er engin launung á því, að ég hef afráðið að láta piltinn sálga sér eftir miklar þrengingar, en 373

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.