Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 5
HENRI ALLEG Rannsóknin (La Question) (Fyrri hlnti þessarar frásagnar hirtist í síðasta hefti.) Eg var látinn í klefa innst í ganginum, á vinstri hönd. Það var baðherbergi, ófullgert. Annar fallhlífahermaðurinn tók undir fætur mér, hinn undir handleggina, og síðan lögðu þeir mig á hálmdýnu upp við vegginn. Ég heyrði þá ræða um það stundarkorn hvort þeir ættu að setja á mig handjárnin eða ekki. „Hann getur varla hreyft sig, það tekur því ekki.“ Hinn var ekki á sama máli: „Við gætum séð eftir því.“ Að lokum settu þeir handjárnin um úlnliði mína, en ekki fyrir aftan bak, heldur að framanverðu. Mér var stórléttir að því. Ofarlega á veggnum hægra megin var lítill gluggi, varinn með gaddavír, en inn um hann barst dauf birta frá ljósum borgarinnar. Það var kvöld. Gips- slettur höfðu lekið úr loftinu niður um ópússaða steinveggina, og sótthitinn í líkama mínum framkallaði þar lifandi myndir, sem hurfu jafnharðan og þær komu. Þrátt fyrir það hve örmagna ég var, gat ég ekkert sofið. Ég skalf af taugatitringi og mig sárverkjaði í augun. Frammi á ganginum var verið að tala um mig: „Þú gefur honum að drekka, svolítinn sopa á klukkutímafresti, ekki mikið, annars hrekkur hann upp af.“ Annar þeirra, sem höfðu fylgt mér, ungur maður, sem talaði Frakklands- frönsku, kom inn með ábreiðu sem hann breiddi ofan á mig. Hann lét mig drekka, lítið eitt, en ég fann ekki lengur til þorsta. „Þú hefur ekki áhuga á tilboði M . . . hershöfðingja?“ sagði hann. Rödd hans var ekki fjandsamleg. „Af liverju viltu ekkert segja? Viltu ekki svíkja félaga þína? Maður hlýtur að verða að vera hughraustur til að þrauka svona lengi.“ Ég spurði hann hvaða dagur væri. Það var föstudagskvöld og þeir höfðu byrjað að pína mig á miðvikudag. Á göngunum var stöðugur umgangur og hróp, en öðru hverju skarst skræk 339
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.