Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 77
UMSAGNIR UM BÆKUR hitt að koma með aðgengilegum hætti nýj- um lesendum á gott bragð. Góð fyrirmynd svona útgáfu er hin litla snotra smásagnabók, sem Menningarsjóður gaf út eftir H. K. Laxness Nóbelsárið, sæll- ar minningar. Hæfilegt brot, leturgerð og stærð. Á nútímalesendur — sízt unga fólk- ið — þýðir ekki að hlaða of miklu í einu. Þá segja þeir pass. Jón úr Vör. Vilborg Dagbjartsdóttir: Laufið á trjánum Heimskringla 1960. ■JT* c hef setið undir trjánum og hugsað um lauf sumarsins og undarlegt líf þeirra. Þessar Ijóðlínur Jóns Óskars hefur Vil- borg Dagbjartsdóttir gert að einkunnar- orðum þeirra Ijóða, sem hún gefur út í fyrsta kverinu sínu, af þeim hefur hún og leitt nafn þess. 011 eru þessi ljóð — sautján talsins — svo stutt, að það er eins og þau séu rituð á lauf trjánna, lesin þaðan. Þau bréfsefni leyfa ekki málalengingar. Þessi vinnubrögð hæfa vel skáldkonunni. Það er eins og til manns tali eitt tár, einn geisli, eitt blik í auga, eitt bros — og þó er það hinn stóri heimur, hið mikla leiksvið, drama lífsins með gleði og sorg, sem rúm- ast á orðum þessara fáu laufblaða. — Vissu- lega er hér ekki allt sem segja þarf. — En hvaða skáld semur þá bók, sem hvorki er of eða van? Hér eru ástarorð: „Þey / mig er að dreyma / ef þú vekur mig / hverfur draum- urinn / en ég verð eftir —“ Hér er sorgin: „Þegar þjáningin ristir brjóst mitt / verð- ur mér fyrst ljóst hve stór / gleði mín gæti verið.“ Hér er hversdagurinn: „Hver getur ort um gleðina / meðan erlendir hermenn hlæja fyrir utan / og ungar mæður kveða á framandi tungu við börn sín?“ Þetta er ekki ein af stóru bókunum. Þetta er elskulega kvenlegt lítið kver, sem gaman er að eiga. Jón úr Vör. Halldóra B. Björnsson: Trumban og lútan Ljóðaþýðingar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1959. orfundin mun sú ljóðabók meðal þeirra, sem birzt hafa á íslenzku und- anfarin ár, sem fremur á skilið alhuga lof en þetta safn ljóðaþýðinga eftir Halldóru B. Bjömsson. Ber hér margt til: mál og stfll fegurri en tíðast er nú á ljóðum, ó- venjulegur listrænn næmleikur í endursköp- un ljóðanna hvað hrynjandi varðar og orðaval, og síðast en ekki sízt, eggjandi nýjabragð dýriegs skáldskapar framandi þjóða: eskimóa, svertingja, kínverja. 011 er bókin unaðslegur lestur, örvandi, trúvekj- andi; hér samkveikist göfugur skáldskapur vammlausri þýðingarlist; þeir sem hug- sjúkir hafa gerzt sakir uppgangs verðlauna- kveðskapar og blaðamennskuljóðagerðar á Islandi nú um skeið, þeir lesi þessa bók. Bókin skiptist í þrjá kafla, sem hver um sig myndar samstæða heild: fyrst em Ljóð frá heimskautalöndum — frá Grænlandi og ljóð Kanada-eskimóa (18 bls.), þá em ljóð Afríku-svertingja (21 bls.), þá era Kínversk ljóð (15 bls.). Mun þetta í fyrsta sinn, að skáldskapur tveggja hinna fyrmefndu er kynntur í íslenzkri þýðingu svo nokkra nemi. Hannes Pétursson ritar stuttan en skilmerkilegan eftirmála um skáldskap þessara þjóða; auk þess fylgja æviatriði afríkönsku skáldanna. 411
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.