Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 29
AÐ SELJA SJÁLFBLEKUNG OG HATA MANNKYNIÐ Þá lækkar hann enn verðið. Hvað ætlar hann að fara langt niður á við? Hann var kominn niður í 200 lírur, af því hann hafði ekki étið síðan í gær eða fyrradag eða hinnifyrradag. Ég er búinn að gleyma hvað langt var síðan hann hafði étið. Það var til að fá að éta? En ég var ekki kominn til Rómar að gefa fólki að éta. Og þegar hann var kominn með verðið niður í ekki neitt, fór mér að leiðast þessi kaupskapur og vildi losna við unglinginn, því ég var að ganga um rústirnar mér til fróðleiks og skemmtunar. Það er parker, sagði hann. Eg bandaði honum frá mér höstulega og sagði: Eg vil alls ekki kaupa sjálfblekung. Og svo hélt ég að ég væri laus við hann og ætlaði að halda áfram göngu minni. En þá veit ég ekki fyrr til en sjálfblekungurinn er kominn í brjóstvasa minn. Þú mátt þá eiga hann, heyri ég unglinginn segja. Og þegar ég lít við, sé ég hvar hann gengur nokkur skref í öfuga átt við mig, stanzar síðan einsog krakki sem reynir að leika á annan krakka með því að þykjast, gýtur til mín horn- auga. Ég þríf pennann úr vasa mínum, geng til hans og fæ honum pennann, hef mig síðan á brott og hætti að ganga um rústirnar. Einhverntíma skrifaði ég smásögu um mann, sem kom til mín og vildi selja mér sjálfblekung. Það var slyngur kaupsýslumaður sem veitti mér drjúga fræðslu í viðskiptum. Oft verður mér hugsað til hans þegar ég minnist þessa svarthærða unglings, sem vildi selja mér sjálfblekung í rústum Rómaborgar. * Og eitt sinn er lágvaxinn maður kominn á Pensione Chamounix. Það er Frakki, einn síns liðs. Hann hefði getað verið fimmtugur. Hann kom frá Lyon. Hann talaði mikið við mig. Hann var tónlistarmaður. Hann spilaði á fiðlu í sinfóníuhljómsveitinni í Lyon. Nú var hann ekki með fiðluna sína. Hann var að fara að heimsækja ættingja sína, sem bjuggu einhversstaðar fyrir sunnan Róm, ég man ekki hvar, nema hann þurfti að taka áætlunarbíl. En hann ætlaði ekki að vera þar lengi. Hann lækkaði röddina, þegar hann sagði mér, að hann ætlaði ekki að vera þar lengi. Það var einsog hann væri að segja mér leyndar- 363
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.