Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og súrefni en í vöku. Kirtlar starfa öðruvísi en í vöku, hormón haga sér öðruvísi, taugar flytja boð við lægri hita, og jafnvel ein- stakar frumur í vefjum breytast á þann veg að unnt er að greina í smásjá. Þessar innri breytingar endurspeglast í ytri einkennum. Bæði munnur og enda- þarmur dýrsins lokast. Hárin rísa um allan líkamann. Dýrið hringar sig og stingur trýni og rófu milli fótanna og loppumar verða ljósrauðar. Þetta síðasta einkenni er athyglisvert. Ljósrauði liturinn kemur frá hinum Ijósa lit blóðsins, sem nú er mettað súrefni. Af því að frumur líkamans nota ekki nema lít- ið brot af því súrefni, sem blóðinu berst við hina hægu en stöðugu öndun, safnast það fyrir í blóðinu unz það er mettað. Þegar dýrið byrjar að vakna af dvalan- um, fá loppurnar hinn eðlilega gráa lit sinn vegna þess að blóðið hefur tekið á sig dökkan lit. Súrefnisþörf fmmanna hefur skyndilega vaxið, og þær eyða súrefninu í blóðinu á skömmum tíma. Á ráðstefnunni var gerð grein fyrir ein- stökum líffærafræðilegum og lífeðlisfræði- legum einkennum dýra sem leggjast í dvala til þess að finna í hverju þau em frábmgð- in öðrum spendýmm, sem ekki leggjast í dvala. Niðurstaðan varð sú, að ekki væri grein- anlegur neinn gmndvallarmunur á innri líffæragerð spendýra sem leggjast í dvala og hinna sem ekki leggjast í dvala. Það væri þá helzt það, að mikið finnst af brúnni fitu, einkum á hálsi, á þeim dýrum sem leggjast í dvala. í rottunni, sem ekki leggst í dvala, var lítil sem engin slík fita, en í íkornanum mikil. Það er auðvitað einkum fita, sem dýrin lifa á í dvalanum. Stundum hafa þau ekki safnað nógri fitu þegar þau leggjast í dvala, og þá deyja þau þegar kemur að þeim tíma að þau eiga að vakna. Ef þeim er haldið heitum þegar að vökutíma kemur, geta þau lifað þótt fituforðinn sé ónógur. Eftir að dýr hefur lagzt í dvala hafa Ijós, hljóð, hiti eða geislun mjög lítil áhrif á það. Ástæðan til þess að vísindamenn em að rannsaka dvala spendýra er m. a. sú, að læknisfræðin telur sig geta haft af þeim mikið gagn á sviði skurðlækninga. Oft er bezt að koma við aðgerðum á mannslíkam- anum þegar líffærastarfsemin er hæg. Ný- lega náðist árangur við skurðaðgerð á lijarta, sem segja má að nálgist kraftaverk, á þann hátt að sjúklingurinn var svo mikið kældur, að hann lagðist í einskonar „gervi- dvala“. Hjartaslögin urðu mjög hæg, þann- ig að skurðlæknirinn átti tiltölulega auð- velt með að gera á hjartavöðvanum nauð- synlega aðgerð. Við eðlilega hjartastarf- semi mundi slík aðgerð á hinn bóginn verða alltof mikið álag fyrir sjúklinginn og raun- ar einnig lækninn. Þessi gervidvali, eða hypothermia eins og hann er kallaður á læknamáli, er þó ekki eins djúpur og nátt- úrlegur dvali dýra. Þeir sem fást við að semja sögur um vís- indaafrek framtíðarinnar hafa komið auga á þann möguleik, að hægt sé að láta mann- inn leggjast í dvala. Og enginn efast um, að á geimflugi gæti slíkt orðið geysiþýð- ingarmikið. Dr. E. F. Adolph, einn af merk- ustu lífeðlisfræðingum sem nú er uppi, sat fyrrgreinda ráðstefnu. I erindi sínu varaði hann við að draga of víðtækar ályktanir af niðurstöðum þeirra sem fást við rannsóknir á tiltekinni dýrategund, ætla t. d. að órann- sökuðu máli, að þær eigi einnig við um aðr- ar tegundir. Þessar aðvaranir eiga fyllilega rétt á sér, en með þeim fyrirvara, að hér sé um að ræða f jarlægan framtíðardraum, get- ur höfundur þessarar greinar ekki neitað því, að honum finnst sá möguleiki, að unnt sé að láta manninn leggjast í dvala, ákaf- 406
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.