Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR skilja við stúlkuna sjúka og örviln- aöa, ef til vill geðbilaða. Óneitanlega fellur mér illa að þurfa að fara svona með þau, en ég fæ þó ekki við því spornað. Þetta á sem sé að vera raun- sönn og vísindaleg smásaga, laus við alla tilfinningasemi, hárnákvæm eins og skýrsla efnafræðings um tilraunir í rannsóknarstofu. . .. Ég skrifa mjög hægt og inargles hverja setningu til að koma í veg fyrir að óvísindaleg, úrelt eða vafasöm hugtök slæÖist inn í söguna, ég gerilsneyÖi hana jafnóð- um, strika út orð eins og ást og sál, vísa miskunnarlaust á bug allri lin- kind og hef sífellt í huga nýjustu upp- götvanir og kenningar.“ Síðar í sög- unni segir svo: „Vandamál nútímans -— hef ég ekki fallið í þá freistni að einblína á afleiöingar, en gleyma or- sökum? Alls konar bögubósar og loddarar eru sýknt og heilagt að stagl- ast á vandamálum nútímans, lítandi upp til hæða með spekingssvip og gasprandi um vonzku mannkynsins. Jafnvel auðkýfingarnir, sem hafa tví- vegis á þessari öld sprengt undan okk- ur þann lífsgrundvöll sem við stóð- um á, flytja nú langar og grimmileg- ar ræður um vandamál nútímans, trú- leysi fólksins, siðleysi þess og virð- ingarleysi fyrir fornum dyggðum, — ætli við neyðumst ekki til að kasta á ykkur sprengju í þriðja sinn, marg- falt öflugri en áður, gereyÖingar- sprengju úrþvættin ykkar, svo að bankar og kauphallir megi dafna í friði. Og þúsundir meykerlinga taka undir og fjasa grátklökkar um æsku- lýð á villigötum. Og slóttugir gáfu- menn sjá sér leik á borði að hagnast á angist okkar og bölsýni meðan við erum enn á lífi. Einu sinni bjó í Kaupmannahöfn sérlyndur einstæÖ- ingur, Sören Kierkegaard að nafni. Hann glímdi við sjálfan sig og heim- inn, Guð og Hegel, skrifaði undarleg- ar bækur og dó. Síðan segja danir: Det var Sörens. í París býr rithöfund- ur nokkur sem drekkur heitt rauðvín á vetrarkvöldum og semur sögur og leikrit um vandamál nútímans, skækj- ur, portlífismenn, kynvillinga, þjófa, lygara og smámoröingja: Hér sjáið þið mannkynið góðir hálsar, — og þú verkalýöur, sem reynir að bera hönd fyrir höfuð þér þegar hámennt- aðir vopnasmiðjueigendur vilja græða ögn á því að kúga þig eða drepa, þú ert ekki hótinu betri en þeir, nei verri, það eru flekkaÖar á þér lúkurnar! Komið til mín, ég skal kenna ykkur að lifa, kenna ykkur að velja og hafna, því að ég er ekki að- eins rithöfundur, heldur einnig heim- spekingur. Ég hef til dæmis fært mér í nyt nokkrar gamlar skruddur eftir liann Sören heitinn Kierkegaard og fundið upp nýtt meöal, tiltölulega ó- dýrt, það ætti ekki að vera ofviða kaupgetu ykkar: Existentíalismi — — allra meina elixír.“ En margt fer öðruvísi en ætlað er. Lítill hvolpur, ólgandi af lífsfjöri, 374
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.