Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR skilja við stúlkuna sjúka og örviln- aöa, ef til vill geðbilaða. Óneitanlega fellur mér illa að þurfa að fara svona með þau, en ég fæ þó ekki við því spornað. Þetta á sem sé að vera raun- sönn og vísindaleg smásaga, laus við alla tilfinningasemi, hárnákvæm eins og skýrsla efnafræðings um tilraunir í rannsóknarstofu. . .. Ég skrifa mjög hægt og inargles hverja setningu til að koma í veg fyrir að óvísindaleg, úrelt eða vafasöm hugtök slæÖist inn í söguna, ég gerilsneyÖi hana jafnóð- um, strika út orð eins og ást og sál, vísa miskunnarlaust á bug allri lin- kind og hef sífellt í huga nýjustu upp- götvanir og kenningar.“ Síðar í sög- unni segir svo: „Vandamál nútímans -— hef ég ekki fallið í þá freistni að einblína á afleiöingar, en gleyma or- sökum? Alls konar bögubósar og loddarar eru sýknt og heilagt að stagl- ast á vandamálum nútímans, lítandi upp til hæða með spekingssvip og gasprandi um vonzku mannkynsins. Jafnvel auðkýfingarnir, sem hafa tví- vegis á þessari öld sprengt undan okk- ur þann lífsgrundvöll sem við stóð- um á, flytja nú langar og grimmileg- ar ræður um vandamál nútímans, trú- leysi fólksins, siðleysi þess og virð- ingarleysi fyrir fornum dyggðum, — ætli við neyðumst ekki til að kasta á ykkur sprengju í þriðja sinn, marg- falt öflugri en áður, gereyÖingar- sprengju úrþvættin ykkar, svo að bankar og kauphallir megi dafna í friði. Og þúsundir meykerlinga taka undir og fjasa grátklökkar um æsku- lýð á villigötum. Og slóttugir gáfu- menn sjá sér leik á borði að hagnast á angist okkar og bölsýni meðan við erum enn á lífi. Einu sinni bjó í Kaupmannahöfn sérlyndur einstæÖ- ingur, Sören Kierkegaard að nafni. Hann glímdi við sjálfan sig og heim- inn, Guð og Hegel, skrifaði undarleg- ar bækur og dó. Síðan segja danir: Det var Sörens. í París býr rithöfund- ur nokkur sem drekkur heitt rauðvín á vetrarkvöldum og semur sögur og leikrit um vandamál nútímans, skækj- ur, portlífismenn, kynvillinga, þjófa, lygara og smámoröingja: Hér sjáið þið mannkynið góðir hálsar, — og þú verkalýöur, sem reynir að bera hönd fyrir höfuð þér þegar hámennt- aðir vopnasmiðjueigendur vilja græða ögn á því að kúga þig eða drepa, þú ert ekki hótinu betri en þeir, nei verri, það eru flekkaÖar á þér lúkurnar! Komið til mín, ég skal kenna ykkur að lifa, kenna ykkur að velja og hafna, því að ég er ekki að- eins rithöfundur, heldur einnig heim- spekingur. Ég hef til dæmis fært mér í nyt nokkrar gamlar skruddur eftir liann Sören heitinn Kierkegaard og fundið upp nýtt meöal, tiltölulega ó- dýrt, það ætti ekki að vera ofviða kaupgetu ykkar: Existentíalismi — — allra meina elixír.“ En margt fer öðruvísi en ætlað er. Lítill hvolpur, ólgandi af lífsfjöri, 374

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.