Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Qupperneq 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Qupperneq 8
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þannig geta ráðið kenndir mínar af hjartaslögunum. Allur þessi undirbún- ingur staðfesti það, sem ég óttaðist: Þeir ætluðu að reyna á mér „sannleiks- sprautuna". Það voru hinar „vísindalegu“ aðferðir, sem Cha . .. hafði talað um. Frá því kvöldið áður hafði ég reynt að muna allt það, sem ég hafði af hendingu lesið í blöðum um áhrif pentothals. „Ef vilji mannsins er nógu sterk- ur, er ekki hægt að koma honum til að segja það, sem hann vill ekki segja.“ Þetta var ályktunin, sem ég hafði af því dregið, og ég endurtók hana með sjálfum mér til að viðhalda hugarró minni og trausti á sjálfum mér. Það hefði ekki verið til neins að veita viðnám: Þeir hefðu bundið mig, og það var betra fyrir mig að neyta allrar orku til að standast inngjöfina sem bezt. Þeir biðu stundarkorn eftir hjúkrunarmanni eða aðstoðarlækni. Hann var eflaust að koma úr leiðangri eða eftirlitsför, því að hann var herklæddur. Hann losaði sig við vélbyssu og annan útbúnað áður en hann hlustaði á útskýringar læknisins: „Aðeins fimm rúmsentímetra fyrst, því að stundum veitir líkaminn viðnám.“ Hann átti við það, að sumir líkamir hafa ofnæmi gagnvart eiturlyfjum, en þá stundina hélt ég að hann ætti við andlegt viðnám, og ég ákvað að láta sýnast sem ég veitti ekki „viðnám“. Eg hugði, að það mundi vera bezta aðferðin til að fá sem minnstan skammt af „lyfinu“. Ég skalf af kulda og taugaáreynslu. Eg var ber um brjóstið, því að ég hafði ekki fengið skyrtuna mína aftur. Einhverjum hefur hlotið að finnast hún máluleg sér. Einn af fallhlífahermönnunum fleygði ofan á mig ábreiðu, og hjúkrunarmaðurinn gekk til mín. Hann tók um hægri handlegginn á mér, þrýsti út æðinni með gúmbandi og stakk þar í nálinni. Undir ábreiðunni læddi ég vinstri hendinni, stífri og tilfinningalausri, í buxnavasann og þrýsti henni að lærinu. Ég þvingaði mig til að hugsa, að meðan ég fyndi þessa snertingu, mundi ég vita að mig væri ekki að dreyma, og ég mundi vera á verði. Hjúkr- unarmaðurinn þrýsti aðeins mjög hægt á sprautuna, svo vökvinn gat varla runnið nema í dropatali í blóð mitt. „Teljið hægt og rólega,“ sagði læknirinn við mig. „Byrjið!“ Ég taldi: einn, tveir, þrír .. . upp að tiu, og hætti, eins og ég væri þegar sofnaður. Aftan í hnakkanum varð ég var við kalda deyfingu sem steig til heilans og hrakti meðvitundina hurt. „Ellefu, tólf, þrettán,“ sagði læknirinn til að reyna mig. Haldið áfram! Ég hélt áfram: „fjórtán, fimmtán, sextán . ..“ Ég hljóp af ásettu ráði yfir tvær eða þrjár tölur, byrjaði aftur á nítján, tuttugu og tuttugu og einn, og þagnaði. Ég heyrði hann segja: „Nú hinn handlegg- inn.“ Undir ábreiðunni flutti ég varlega hægri höndina og stakk henni í vas- 342
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.