Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 53
SKYNSEMI GEGN TILFINNINGU auðvelt að viðurkenna þessi sannindi eftir þunga reynslu tveggja heims- styrjalda, og vera má, að þau hafi geymzt því betur í minni, því erfiðara sem reynzt hefur að samlagast þeim. Um Romain Rolland segir Zweig: „Hér var loks fundinn maður, sem gat hafið merki siðgæðisins á loft.“ Þegar Hitler hafði innlimað Aust- urríki í Þýzkaland, þá stóð Zweig uppi ættjarðarlaus. Sú staðreynd gef- ur honum ástæðu til hugleiðinga um sjálfan sig og tilveruna: „Nú er ég, sjálfur heimsborgarinn, sífellt hald- inn þeirri tilfinningu, að ég standi i þakklætisskuld fyrir hvern teyg af lífs- lofti, sem ég anda að mér i landi fram- andi þjóðar. Þegar ég fer að hugsa skýrt, sé ég náttúrlega, hvílík firra þetta er, en hvers má skynsemin sín gagnvart tilfinningunni!“ Það er þessi spenna milli skynsemi og tilfinningar, sem eflaust á ómetan- legan þátt í kveikju fremstu og stór- brotnustu listaverka hans, og yfirráð tilfinningarinnar aflgjafi sköpunar- innar. En víða leynir sér það ekki, að yfirráð tilfinninganna bera hann út af þeirri braut, er hann fyndi sér þó skylt að ganga, og eru honum hemill til þess lærdóms, sem hann dáði mest hjá skapstyrkum vinum sínum. Hann segir um sjálfan sig, að hann sé tornæm eftirlegukind frá frjálsari tímum. En ást sína á persónulegu frelsi, er hann nefndi svo samkvæmt auðstéttarskilningi æskuára hans, viðurkennir hann á einum stað sem orsök þess, að hann brást skyldum fyrir frelsi og friði. Það er að lokinni heimsstyrj öldinni fyrri. Þá gekkst Henri Barbusse fyrir því að reyna að sameina alla andans menn Evrópu um að bera sáttarorð milli þjóðanna. Samtök þau hrundu brátt um koll, og Zweig kennir því um, að Barbusse hafi verið sannfærð- ur um, „að borgaraleg lýðræðisríki væru ófær um að koma í kring sönnu bræðralagi þjóðanna“. Og svo bætir hann við: „í baráttunni fyrir andlegu frelsi höfðum við enn einu sinni brugðizt vegna ofurástar á persónu- legu frelsi og sjálfstæði.“ Þegar Stefán Zweig kvaddi þetta líf voru hrundar síðustu stoðirnar undan trú hans á mátt hinnar dáðu borgara- legu menningar til að reisa rönd við sókn kvalalostugs siðleysis. Þá voru aðeins nokkrir mánuðir órunnir til þeirrar stundar, er þýzki nazisminn hlaut örlagahögg sitt við Stalingrad. En Zweig hafði aldrei öðlazt trú á þann þrótt hins fábrotna lífs, sem aldrei verður bugaður, þótt villimann- leg grimmd beiti ægilegustu morðtól- um veraldar. 387
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.