Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 37
ÓLAFUR JÓHANN SIGURÐSSON þangað? En sögurnar eru þó næsta ólíkar. Veldur það mestu, að höfund- ur beilir nú meira fyrir sig skopi en alvöru, enda kallar hann söguna ævin- týri blaðamanns. Stundum er skopið dálítið yfirspennt. Aðalpersóna sög- unnar, Páll Jónsson blaðamaður er ákaflega saklaus 'og góður ömmu- drengur. Því er frábærlega vel lýst, hvernig vegur salt í sál hans og lík- ama þráin til unnustunnar og á- byrgðartilfinningin gagnvart lífinu, sem amma hans, Sigríður Pálsdóttir fyrrum yfirsetukona í Djúpafirði hafði innrætt honum. Við þennan viðkvæma lífsóð er haglega leikin að baki hrjúf og dapurleg lífsbarátta sambýlisfólksins. En eins og ég sagði áðan, er þetta öðrum þræði skop- saga, launkímin ádeila á yfirborðs og sýndarmennsku, hvar sem hún birt- ist, hvort heldur í menningarmálum, stjórnmálum, blaðamennsku eða skáldskap. Fyrirferðarmest verður á- deilan á lélega blaðamennsku og á- sókn fólks í ómerkilegt lestrarefni. Páll Jónsson, blaðamaður, er auk unnustu hans sú persóna sögunnar, sem höfundur lýsir bezt. Hann er eins og Jakob Benediktsson kemst að orði í ritdómi „fulltrúi þeirra ófáu íslend- inga, sem voru — og eru — seinir að átta sig á breyttum þjóðfélagsháttum þessa lands, skilja ekki, að fornar dyggðir skipa ekki lengur þann virð- ingarsess í þjóðfélaginu, sem hrekk- laus almenningur telur sjálfsagt og eðlilegt. Hlutleysi Páls Jónssonar verður þannig táknrænt um hugarfar fjölda Islendinga, hins óspillta fólks, sem hefur sig ekki upp í að taka af- stöðu til vaxandi spillingar þjóðfé- lagsins og reynir í lengstu lög að láta hana ekki koma sér við.“ Páll Jónsson er boðberi hugsjóna höfundarins, en mér er ekki fyllilega ljóst, hvort höfundurinn ætlar hon- um — á því stigi sem hann er núna — að vera fulltrúi liðna tímans eða mað- ur framtíðarinnar. Hann horfir gjarn- an með tregablöndnum söknuði aftur til hins einfalda, sanna og heiðarlega lífs í sveitinni. En er þetta ekki úrelt rómantík? Ef menn ætla sér að gerast þegnar höfuðborgarinnar, verða þeir að vera henni heilir, en lifa ekki í afturvirkum hillingum liðna tímans. En máski er Páll alveg eðlilegur á því þróunarstigi, sem hann er í þessari sögu. Framhald sögunnar mun leiða það í ljós. Ég hef nú farið nokkrum orðum um lengstu skáldsögur Ólafs Jóhanns, og er þó flest ósagt. Ég hef áður minnzt á Litbrigði jarðarinnar, sem kom út 1947. Hún er í rauninni þátt- ur en ekki bóksaga, en jafnframt er hún ein listrænasta saga höfundar. Hún segir frá æskuástum ungs sveita- pilts, fyrstu vonbrigðum og sigri hans á sorginni. Hún lýsir því, hvernig náttúran bregður lit, eftir því hvort gleði eða harmur ástarinnar fyllir hjartað. Stíll sögunnar fellur frábær- 371
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.