Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 37
ÓLAFUR JÓHANN SIGURÐSSON þangað? En sögurnar eru þó næsta ólíkar. Veldur það mestu, að höfund- ur beilir nú meira fyrir sig skopi en alvöru, enda kallar hann söguna ævin- týri blaðamanns. Stundum er skopið dálítið yfirspennt. Aðalpersóna sög- unnar, Páll Jónsson blaðamaður er ákaflega saklaus 'og góður ömmu- drengur. Því er frábærlega vel lýst, hvernig vegur salt í sál hans og lík- ama þráin til unnustunnar og á- byrgðartilfinningin gagnvart lífinu, sem amma hans, Sigríður Pálsdóttir fyrrum yfirsetukona í Djúpafirði hafði innrætt honum. Við þennan viðkvæma lífsóð er haglega leikin að baki hrjúf og dapurleg lífsbarátta sambýlisfólksins. En eins og ég sagði áðan, er þetta öðrum þræði skop- saga, launkímin ádeila á yfirborðs og sýndarmennsku, hvar sem hún birt- ist, hvort heldur í menningarmálum, stjórnmálum, blaðamennsku eða skáldskap. Fyrirferðarmest verður á- deilan á lélega blaðamennsku og á- sókn fólks í ómerkilegt lestrarefni. Páll Jónsson, blaðamaður, er auk unnustu hans sú persóna sögunnar, sem höfundur lýsir bezt. Hann er eins og Jakob Benediktsson kemst að orði í ritdómi „fulltrúi þeirra ófáu íslend- inga, sem voru — og eru — seinir að átta sig á breyttum þjóðfélagsháttum þessa lands, skilja ekki, að fornar dyggðir skipa ekki lengur þann virð- ingarsess í þjóðfélaginu, sem hrekk- laus almenningur telur sjálfsagt og eðlilegt. Hlutleysi Páls Jónssonar verður þannig táknrænt um hugarfar fjölda Islendinga, hins óspillta fólks, sem hefur sig ekki upp í að taka af- stöðu til vaxandi spillingar þjóðfé- lagsins og reynir í lengstu lög að láta hana ekki koma sér við.“ Páll Jónsson er boðberi hugsjóna höfundarins, en mér er ekki fyllilega ljóst, hvort höfundurinn ætlar hon- um — á því stigi sem hann er núna — að vera fulltrúi liðna tímans eða mað- ur framtíðarinnar. Hann horfir gjarn- an með tregablöndnum söknuði aftur til hins einfalda, sanna og heiðarlega lífs í sveitinni. En er þetta ekki úrelt rómantík? Ef menn ætla sér að gerast þegnar höfuðborgarinnar, verða þeir að vera henni heilir, en lifa ekki í afturvirkum hillingum liðna tímans. En máski er Páll alveg eðlilegur á því þróunarstigi, sem hann er í þessari sögu. Framhald sögunnar mun leiða það í ljós. Ég hef nú farið nokkrum orðum um lengstu skáldsögur Ólafs Jóhanns, og er þó flest ósagt. Ég hef áður minnzt á Litbrigði jarðarinnar, sem kom út 1947. Hún er í rauninni þátt- ur en ekki bóksaga, en jafnframt er hún ein listrænasta saga höfundar. Hún segir frá æskuástum ungs sveita- pilts, fyrstu vonbrigðum og sigri hans á sorginni. Hún lýsir því, hvernig náttúran bregður lit, eftir því hvort gleði eða harmur ástarinnar fyllir hjartað. Stíll sögunnar fellur frábær- 371

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.