Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 75
UMSAGNIR UM BÆKUR miklu þolanlegri í íslenzku en t. d. Aage (sem er raunar ekki annað en danska mynd- in af Áki, og hefði mátt geta þess), Árelíus, Brúnó, Jónadab, Thorolf, Concordia, Georg- ína, Kristensa, Milly og Vinvelína. Og ekki sé eg að nöfnin Hermann, Eggert, svo að dæmi séu nefnd, eigi meiri rétt á sér en íslenzkuleg heiti úr heilagri ritningu, eins og Eva, Marta, ísak, Sara. Heiti Adams ættföður er hins vegar ekki íslenzkulegt, sökum óeðlilegrar stöðu d og endingarleys- is; það er þó ekki verra en kvennanöfnin Mábil og Marsibil, er höf. virðist taka góð og gild. En kona Adams bar miklu íslenzku- legra heiti, og virðist ekki ástæða til að amast við því, þótt höf. telji það með að- skotanöfnum og þar með ónothæft. Meginhluti bókarinnar, eða 181 blaðsíða af 229, er skrá um góð mannanöfn, er tíðk- ast eða tíðkazt hafa í íslenzku. Nokkuð er þar með af nýmyndunum sem höf. bendir á og væru í fullu samræmi við nafngiftavenj- ur tungunnar. Mér telst við skjóta athugun að þama séu nær 1200 karlanöfn og um 750 kvennanöfn. Þessi skrá er allítarleg, en eitthvað mun þó vanta af nöfnum sem tíðkazt hafa í ís- lenzku. Ég sakna þar t. d. nafnsins Skamm- beinn, sem til er í ömefnum (Skammbeins- staðir, sem raunar em ekki nefndir í Land- námu), einnig Rúnar (líklega nýnefni), Erla, Nína, Rós, Sigurpáll. Hvorki þar né annars staðar em nöfnin Frímann, Daníel, ekki heldur Sigurmundur. Þess var áðan getið að miklu æskilegra hefði verið að skýra viðliði mannanafna merkingarlega. Eðlilegt hefði og verið að raða þeim innan um nöfnin í aðalskránni, skýra þar merkingu þeirra og telja upp dæmi um notkun hvers liðar, líkt og höf. gerir t. d. við kvenmannsnafnið Fríður. Þá er einnig vafamál hvort ekki hefði verið réttara að dreifa um aðalskrána þeim að- skotanöfnum sem einhver tengsl eiga við íslenzk nöfn með leiðbeiningum um hvaða nöfn eðlilegast sé að nota í þeirra stað, svo sem Róbert — Hróbjartur, Olga — Helga. Eins og efni bókarinnar er skipað niður, getur vafizt fyrir fólki að finna hvað höf. hefur að segja um eitthvert ákveðið nafn. Það væri síður ef fleiri nöfn væru í aðal- röðinni. I skránni hefði einnig verið næsta þarf- legt að hafa með leiðbeiningar um heyg- ingu vandasamari nafna. Mér koma í hug nöfn eins og Ósk, Ögn (mörgum þykir óhóf að beygja heiti þeirra), einnig Unnur (margsinnis rangbeygt), Ýr (enginn beygir það nema af lærdómi). Höf. getur um forna beygingu nafnsins Þyri. Þá hefði ekki verið úr vegi að minna á að þágufallið af Egill getur verið Egli — og er svo í fornu máli —, en margir eru haldnir þeirri hjátrú að það geti ekki verið annað en Agli. Þess er getið í karlanöfnunum að Svafar og Svavar sé jafnrétt, en hins vegar er aðeins sýnd myndin Svava í kvennanöfnunum. Ekkert af þessu sem eg hef drepið á hefði stækkað bókina til muna né aukið verulega vinnu við samningu hennar, þó að það hefði verið tekið með. Hins vegar vant- ar þama einnig kafla sem raunar hefði verið allverulegt verk að semja, en það er greinargerð um afleiðslu nafna, rækilegri leiðbeiningar hvernig setja megi saman nöfn svo vel fari og draga eitt nafn af öðru. Margt af því tagi hefði verið eðlilegt að hafa með nöfnunum í aðalskránni. Við nöfn eins og Árni og Bjami hefði verið gott að vísa til samsetningarliða eins og Arn- (í karla- og kvennanöfnum) og -bera (í kvennanöfnum). Allt slíkt hefði aukið gildi bókarinnar. Gaman hefði verið að því ef höf. hefði tekið með á einum stað stutta skrá um það hvaða nöfn voru útbreiddust árið 1910, en yngri skrár voru ekki til er bókin var samin. Höf. verður því ekki með réttu ásakaður 409
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.