Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR gera ráð fyrir stigi lífsframfæris, sem laun hafi jafnan tilhneigingu til að síga í átt til. (20., bls. 908—-911, einkum bls. 910, nmgr.) Þessari kenningu verður ekki fundinn stað- ur í ritum Marx. Laun virðast ekki falla til langframa nS stigi lífsframfæris. Öllu held- ur hafa laun verkamanna tilhneigingu til að jaðra viS lágmark lífsframfæris. En þetta lágmark lífsframfæris er breytilegt. Það er bæði komið undir „lífsnauðsynjum" og svonefndum „öðrum nauðsynjum", sem eru „afleiðing sögulegrar þróunar". (5., bls. 190.) Þótt að því verði fundið, að Marx (og aðrir hagfræðingar) noti orðið lífs- framfæri í þessum skilningi, fer merking orða hans ekki milli mála. Gildi vinnuafls verkamanna er það „gildi“ eða saman- þjappað vinnuafl, „sem er nauðsynlegt til viðhalds og endursköpunar vinnuafls þeirra, hvort sem aðstæður til þessa viðhalds og þessarar endursköpunar eru af skornum skammti eða ríkulegar, hagstæðar eða ó- hagstæðar." (6„ bls. 956.) Því hefur verið haldið fram, að kenning Marx um meirvirð- ið standist aðeins, þegar hæð launa er ákvörðuð af lífsframfæri (í hefðbundnum skilningi). (23., bls. 94.) Reyndar dugar það eitt, að mismunur sé milli framleiðslu vinnunnar og þeirrar framleiðslu, sem nauðsynleg er til að framfleyta verkamönn- um.1 1 Marx lagði áherzlu á þetta atriði í gagnrýni sinni á fýsíokrötum, sem töldu hið nauðsynlega til lífsframfærslu, eða með öðrum orðum gildi vinnuaflsins, vera ó- hagganlega ákvarðað: „Þótt þeim hafi enn- fremur orðið þau mistök á að líta á laun sem eitthvað tiltekið magn, algerlega á- kvarðað af náttúrunni að þeirra dómi, — og ekki af stigi sögulegrar þróunar, magn, sjálft breytingum undirorpið, — dregur það ekki úr abstrakt réttmæti niðurstaðna þeirra, þar sem mismunur gildis og hag- Á mynd Marx af verkamönnum á mörk- um lífsframfæris er þannig rúm fyrir hækk- un raunverulegra launa, skilgreindra að venjulegum hætti. Þegar ný og hærri lífs- kjör hafa komizt á, miðast lífsframfærið við þau. Og af því ákvarðast hið nýja gildi vinnuaflsins, þ. e. hæð raunverulegra launa. Laun eni þannig ekki í föstum skorðum samkvæmt kenningum Marx: Hlutur verka- manna í auknum afköstum fer eftir samn- ingsstyrk þeirra. Hlutur þeirra „er kominn undir hlutfallslegum þunga á vogarskálun- um, annars vegar þrýstings auðmanna og hins vegar viðnámsþróttar verkamanna". (5., bls. 572—573.) Skilningur Marx og Ricardos á launum birtist í orðinu „við- nám“. Verkamenn eru að verjast falli launa. En Marx er að lýsa því yfir, að „lágmark“ þessa falls séu laun, sem hrökkvi til kaupa á fyrrnefndri summu vara. (5., bls. 572.) Ef fall launa er stöðvað ofan við „þau lægstu mörk, sem samrýmd verða hinu nýja gildi“, þá mun þrátt fyrir fallið „í þessu lægra verði vera fólgið aukið magn lífsnauð- synja“. (5., bls. 573.) Marx eignar Ricardo fyrstu framsetningu þessa lögmáls. Það er fjarri því að vera lögmál um vaxandi ör- birgð verkamanna, (í hefðbundinni merk- ingu orðanna). Það hvílir á þeim grund- velli, að venjur skapi nokkurs konar stall, sem lífskjör verkamanna geta ekki sigið niður fyrir. Meginforsenda kenningar Marx um vax- andi örbirgð verkamanna í þjóðfélagi auð- valdsins, sem ekki hefur verið vakið máls á, er sú, að verkamenn dæmi sjálfir um hreyf- ingar launa sinna út frá þessum hlutfalls- legu sjónarmiðum. Að öðrum kosti gæti þessi örbirgð verkamanna, sem Marx nefnir kvæmrar notkunar vinnuafls er að engu leyti kominn undir því, hvort gildi vinnu- aflsins er talið vera mikið eða lítið.“ (10., bls. 45.) 392
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.