Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 59
UM LAUNAKENNINGU KARLS MARX svo, aldrei skapað byltingarástand. Önnur forsenda Ricardos og Marx er lækkandi verðlag samfara auknum afköstum; þeir geta þess vegna rætt um lækkun launa í peningum sem að gildi og um „gildisrým- un“ vara. III. Rök fyrir túlkun launakenningar Marx sem forsagnar um vaxandi algera örbirgð verkamanna Við aukin afköst samhliða vexti atvinnu- veganna hækka laun samkvæmt kenningu Marx, ef hlutfall auðmagns og vinnu helzt óbreytt; en lækka, ef auðmagn er aukið hlutfallslega á kostnað vinnuafls, þar eð dregið er úr notkun vinnuafls, um leið og vélakostur eykst. Þetta er rétt, þegar rætt er um breytingar á launum sem breytingar á gildi. En um lækkun launa í peningum er aðeins að ræða á þeirri forsendu, að kaupmáttur peninga vaxi með auknum af- köstum. Af hlutfallslegum vexti auðmagns á kostnað vinnuafls leiddi að nokkru aukn- ing algerrar örbirgðar verkamanna, þ. e. fyrir þá verkamenn, sem ný tækni ryður úr vegi. Marx hélt þessu atriði fram gegn þeim, er telja orsakatengsl hljóta að vera milli vaxtar auðmagns og aukinnar efna- hagslegrar velmegunar verkamanna (12., v. hluti, bls. 43.) Hann telur ennfremur þurfa að kveða niður þá staðhæfingu, að þessi áhrif nýrrar tækni vari aðeins um „stundar- sakir“. Hann skrifar, „að bráðabirgðaáhrif nýrra véla séu í reynd varanleg, þar sem vélar séu jafnt og þétt að grípa inn á ný svið framleiðslunnar". (5., bls. 47.) Að dómi Marx sviptir hlutfallslegur vöxtur auðmagns á kostnað vinnuafls verkamenn réttmætum hluta þeirra í auknum afköstum með því að draga úr getu þeirra til „að veita viðnám“ ásælni auðmanna og veldur algerri rýmun lífskjara verkamanna þeirra, sem orðið hafa að víkja fyrir vélunum. Til stuðnings túlkunar launakenningar Marx sem forsagnar um vöxt „algerrar ör- birgðar" verkamanna hefur verið vitnað ti! skrifa hans um „ómagaframfærslu ríkis- ins“. En á „ómagaframfærslu ríkisins" setur Marx þá, sem ekki eru lengur í hópi vinn- andi manna, þ. e. þann hluta verkalýðsstétt- arinnar, sem hefur afsalað sér lífsskilyrðum sínum og dregur fram lífið á ölmusum af almannafé. (5., bls. 717.) Það sjónarmið, að hætt sé við, að þessi hópur manna fari vaxandi, eftir því sem þjóðfélag auðvalds- ins færir út kvíamar, er ekki þáttur í kenn- ingunni um vaxandi algera örbirgð verka- lýðsstéttarinnar sem heildar, og er raunar lítill hluti þeirrar myndar, sem Marx dró upp. Um tilhneigingu auðmanna eða tilhneig- ingu í þjóðfélagi auðvaldsins til að skerða laun verkamanna fer Marx orðum, sem benda til vaxtar algerrar örbirgðar verka- manna. Hins vegar ræðir Marx um gagn- tilraunir verkamanna til að auka laun sín sem mest. Hann ræðir um: „... þrotlausa baráttu milli auðmanna og verkamanna; auðmennirnir leitast ein- att við að skera niður launin að því marki, sem þau geta í fríðu minnst verið, og að lengja vinnudaginn upp í það, sem verka- menn þola hann lengstan. Hlutfallslegur styrkur aðilanna sker úr málinu(11., xiv. hluti, bls. 67.) (5., bls. 657—658.) Þótt launakenning Marx sé grundvölluð á hlutfallslegum samningsstyrk aðilanna, eru bili því sett takmörk, sem launin geta hreyfzt á; annars vegar að stalli vanabund- inna lífskjara og hins vegar að hvelfingu launa,nægilega hárrar til að ógna tilveru at- vinnurekendanna sjálfra; „launasveiflunum era settar skorður, sem hæfa arðráni í þjóð- félagi auðvaldsins." (5., bls. 843.) Það sjónarmið hefur komið fram, að kenning Marx um vaxandi örbirgð verka- manna verði ekki samræmd kenningu hans 393
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.