Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 82
UMSAGNIK UM BÆKUR þó að ýmsir sámtíðarmenn hans teldu hann manna bezt til þess fallinn. Þegar hann fær riddarakross dannebrogsorðunnar skrifar Iiann Bjarna: „eg kann verr við mig eftir en áður, rétt eins og hefði verið markaður. Það cr sjálfsagt, það er lakast fyrst í stað eins og ný föt.“ Árni var kominn á sextugsaldur þegar fór að bera á frelsishreyfingum Hafnar-íslend- inga, og var naumast við því að búast að hann hefði á þeim mikinn skilning, enda lætur hann sér fátt um þær finnast. 011 stjórnmálaafskipti virðast hafa verið hon- um fjarlæg, þó að hann ætti sæti bæði í embættismannanefndinni og (sem varamað- ur) á þremur fyrstu samkomum Alþingis. Undir þinglok 1849 skrifar hann Bjarna, að hann „viðurkenni, að enginn þingmanna hafi á þinginu verið ónýtari en eg“. En þó að Árni ætti ekki sálufélag með ungu mönn- unum í Höfn, vildi hann ekki berjast við þá. „Sra Tórnas hamast nú og ætlar að snú- ast að Sunnanpóstinum og mér með krafti og láta skríða til skarar, svo hefir hann sjálfur skrifað. Það verður aldrei mikið úr stríði, þegar ekki er tekið á móti,“ segir hann 1838. Og enda þótt Árni tali fremur kuldalega unt pólitíska baráttu Jóns Sig- urðssonar, þá verður honum að orði um hann sjálfan eftir þjóðfundinn: „ætíð verð- ur hann merkilegur maður og kannske liist- orisk persóna." Árni Helgason var af samtímamönnum sínum talinn mikill lærdómsmaður, og þeg- ar hann kom heim frá námi leitaði hann eft- ir kennaraembætti við Bessastaðaskóla. Embættið fékk hann ekki, en hann kenndi mörgum piltum undir stúdentspróf og út- skrifaði þá sjálfur. Kemur Ijóst fram í bréf- um hans að hann fylgdist vel með lærisvein- um sínum, greiddi götu þeirra á ýmsan hátt og gladdist yfir velgengni þeirra og frama. Og það ber vott um töluvert umburðarlyndi gagnvart ungum mönnum að hann er eng- an veginn með öllu á bandi yfirvaldanna í pereatsmálinu; hann kallar framferði rekt- ors „óvit“ og segir: „aldrei hefði mér getað dotlið í hug að þvinga nokkurn mann til að ganga í bindindi, sem lektor gamli Johnsen hefir sagt að væri ókristilegt, og vissi hann livað hann sagði, maðurinn sá.“ Bréfasöfn eins og þetta eru merkileg heimild um fleira en bréfritarann; þau bregða upp svipmyndum af aldaranda og umræðuefnum hjá þeim hópi manna sem þar koma við sögu. Margt af því getur við fyrstu sýn virzt lítils vert, en það bætir dráttum í þá mynd sem við leitumst við að gera okkur af lífi þjóðarinar á fyrri helm- ingi 19. aldar. Otgáfa slíkra bréfasafna er því hinn mesti greiði öllum þeim sem áhuga hafa á íslenzkri menningarsögu. Enn er nógu af að taka, og vonandi að framhald verði á þessari útgáfu, sem hefur þegar aukið kynni okkar af skrifaranum á Stapa og biskupinum í Görðum. J. B. Gunnlaugs saga ormstungu útgefandi Thomas Nelson and Sons Ltd. London, Edinburgh; þýðandi R. Quirk, kennari við háskólann í Durham í Englandi; formáli og skýringar eftir Peter G. Foote, kennara í íslenzku við háskólann í Lundúnum. essi bók kom út fyrir þremur árum, en hingað til hefur hennar ekki verið get- ið í tímaritinu, þótt ærin ástæða sé til þess. Þáð er að vísu enginn bókmenntalegur við- burður, þótt um það bil 700 ára gamalt ævintýr birtist í nýrri þýðingu á framandi tungu. Þó er hér um nýmæli að ræða, sem hefur talsvert gildi fyrir okkur íslendinga. Frá því hefur nokkrum sinnum verið skýrt í fréttum, að útgáfufyrirtækið: Nel- 416
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.