Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 81
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR gert stinga á engan hátt í stúí viff stíl Stein- gríms, svo að honum væri fyllilega treyst- andi til breytinga á fleiri stöðum. En þrátt fyrir ýmsa smágalla er þýðingin yfirleitt lipur og á einföldu máli, og marga erfið- leika frumtextans hefur Steingrími tekizt býsna vel að leysa. Hafi útgefandi og Menningarsjóður þökk fyrir þetta framtak, og mættu fleiri slík rit á eftir koma. J.B. Biskupinn í Görðum. Sendibréf 1810—1853. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Bókfellsútgáfan. Reykjavík 1959. Finnub landsbókavörður Sigmundsson hefur enn bætt við einu bindi af bréfa- söfnum íslenzkra manna, og er þangað margan fróðleik að sækja eins og í fyrri söfn hans af sama tagi. I bók þeirri sem hér er nefnd er birt úrval úr bréfum Árna Helgasonar stiftprófasts (1777—1869) til Bjarna Þorsteinssonar amtmanns. Þeir höfðu verið skólabræður í Hólavallaskóla, báðir voru fátækir og gat hvorugur siglt til náms að loknu stúdentsprófi, heldur urðu þeir að vinna fyrir sér um nokkurra ára bil, Bjarni var skrifari hjá Geir biskupi Vída- lín, en Árni heimiliskennari í Skálholti hjá Valgerði biskupsfrú. En 1804 sigldu þeir saman til Kaupmannahafnar og luku báðir prófi að þremur árum liðnum. En þá skildu brátt leiðir; Bjarni komst í þjónustu dönsku ríkisstjórnarinnar, en Árni snéri heim til Islands 1809 og fór aldrei úr landi úr því. En sú vinátta sem tekizt hafði með þeim félögum á skólaárum hélzt alla ævi, og eru bréf þeirra til marks um það. „Ámi Helgason var jafnan ólatur bréfrit- ari,“ segir útgefandi, og þetta safn sannar orð hans. Bréfin til Bjarna eru kunningja- bréf í bezta skilningi; bréfritarinn rabbar um alla heima og geima, segir fréttir stórar og smáar, bregður fyrir sig heimspekilegum hugleiðingum og góðlátlegri kýmni á víxl. En einmitt þetta gerir bréfin fjölbreytileg og skemmtileg aflestrar, og þau birta furðu glögga mynd af skapgerð Áma Helgasonar og viðhorfum. Árni varð dómkirkjuprestur í Reykjavík 1814 og bjó í Breiðholti þangað til hann varð prestur í Görðum 1825, en þar átti hann síðan heima til dauðadags. Ilann var })ví lengst af ævinnar í nábýli við Reykja- vík og Bessastaði og þá menn sem helzt reyndu að halda uppi einhverri andlegri starfsemi á Islandi. En heldur er daufleg lýsing Árna á menningaráhuga manna á Álftanesinu 1817: „Menn fást ei tvisvar á ári til að sækja fund af Álftanesi til Reykja- víkur, tala um það, sem gerast eigi, það megi vera svo kostnaður til flutnings, slit á fötum, allt setja menn fyrir sig“. Þó var Árni einn helzti hvatamaður þess að Bók- menntafélagið var stofnað og formaður Reykjavíkurdeildar þess í meira en 30 ár, en vafalítið hafa áeggjanir vina hans, Rasks og Bjarna Þorsteinssonar, ráðið miklu um það. Bréfin sýna ljóslega að Árni var maður lilédrægur og laus við að vera bardagamað- ur eða líklegur til að brjóta upp á miklum nýjungum. Hann var alinn upp í skóla ein- veldisins og varð snemma íhaldssamur í skoðunum. Þegar Rask vildi koma honum til Stokkhólms og gera hann þar að prófess- or, vildi hann ekki á það fallast, af því að það átti að gerast með leynd, en Árni vildi ekki fara á bak við konung sinn, enda þótt hann geti ekki dulið að honum þótti tilboð- ið girnilegt. Hlédrægni hans birtist einnig í því að hann gegndi tvisvar biskupsembætti um skeið við fráfall biskupa, en virðist ekki hafa hreyft hönd né fót til að fá embættið, 415
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.