Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Qupperneq 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Qupperneq 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Platón: Samdrykkjan Steingrímur Thorsteinsson þýddi. Jón Gíslason sá um útgáfuna. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Rvík 1959. ÝÐlNGAit á gullaldarritum grískra bók- mennta eru ekki fyrirferðarmiklar í þeim íslenzka bókakosti sem til er á prenti, og var þó lestur grískra bókmennta veiga- mikill þáttur í uppeldi íslenzkra mennta- manna um alllangt skeið. Þegar frá eru skildar þýðingar Sveinbjamar Egilssonar á kviðum Ilómers hefur íslenzkur almenn- ingur átt þess harla lítinn kost að kynnast höfuðritum Forngrikkja í íslenzkum bún- ingi, og er það ekki vansalaust íslenzkum menntamönnum. Af ritum Platóns hefur áður komið út á íslenzku Varnarræða Sókratesar og Kríton í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar, en sú bók er löngu ófáan- leg, og sama er að segja um þær fáu þýð- ingar aðrar sem út hafa komið á grískum fomritum. Hins vegar er talsvert til í handritum á Landsbókasafni af óprentuðum þýðingum úr grísku, og hefur það lítt eða ekki verið kannað hvort þar Ieyndust ekki rit sem væru vel þess verð að gefa þau út. Dr. Jón Gíslason skólastjóri hefur unnið hið þarf- asta verk með því að draga fram eina slíka þýðingu og gefa liana út á prent með ræki- legum inngangi og skýringum. Ritið er ekki valið af lakari endanum, Samdrykkjan, eitt af frægustu ritum Platóns, skilgreining hans á Eros, ástinni í víðasta skilningi, og um leið það ritið þar sem kenning hans um frummyndirnar (ídeurnar) erfyrst sett skil- merkilega fram. Samdrykkja Platóns hafði geysimikil áhrif, og um hana hafa verið skrifuð kynstrin öll, sem enginn kostur er að ræða í stuttri ritíregn. Inngangur Jóns Gíslason- ar er prýðilega saminn og vel til þess fall- inn að vera fróðleiksfúsum lesanda leiðar- hnoða við lestur þessa rits, því að ekki fer hjá því að margt komi þar nútímamanni annarlega fyrir sjónir, sem engan þarf að furða um meira en tvö þúsund ára gamalt rit. Hitt gegnir þó meiri furðu hve margt í ritinu er lifandi og ferskt þrátt fyrir aldur þess. Skáldleg andagift höfundar hefur gætt það þeim eiginleika allra mikilla ritverka að hægt er að skilja það ýmsum skilningi, eftir því hvers er leitað, og hver sem les það með athygli mun verða nokkurs vísari að lestri loknum. Rit Platóns eru vandþýdd, og á það ekki sízt við þau þeirra þar sem stílsnilld hans nær hæst, en eitt þeirra er Samdrykkjan. Því er ekki að leyna að þýðing Steingríms ber á sér nokkur aldursmerki í orðalagi og er sumstaðar stirðari en æskilegt væri. Ut- gefandi hefur tekið þann kost að fylgja handritinu nákvæmlega; aðeins á þremur stöðum segist hann hafa breytt orðalagi til þess að gera það ljósara. Mætti spyrja hvort ekki hefði verið ástæða til að gera slíkt víðar, og þá eins að lagfæra óná- kvæmni, svo sem þá að á nokkrum stöðum hefur þýðandi sleppt orðum og jafnvel heil- um setningum úr frumtexta. Utgáfa á þýð- ingum af þessu tagi er vandaverk; ég get vel skilið að útgefandi hafi verið ragur við að breyta orðalagi Steingríms, en hitt verð- ur einnig að hafa í huga að hefði Stein- grímur sjálfur gefið þýðingu sína út á prent, má telja líklegt að hún hefði verið endurskoðuð frekar en orðið var, og ýmsir agnúar slípaðir af henni. Vitanlega verður ævinlega álitamál hversu langt skuli gengið í slíkum breytingum; og einmitt aldurs- mörkin á þýðingu Steingríms gefa henni að mörgu leyti skemmtilegan og viðkunnan- legan blæ sem sízt er ástæða til að hrófla við. En þær breytingar sem útgefandi hefur 414
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.