Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sínum. Einn ..niaður setti veröldina á annan endann“, segir hann. „En ekki grunaði mig, . . . að við ættum eftir að verða valdasýki þessa eina manns að bráð,“ segir hann öðru sinni. Og enn segir hann: „Og þegar upp renna friðsælli tímar og siðferðisþrekið verður ekki jafnlamað og nú, munu menn lesa með skelfingu, hvílíka glæpi einn maður, óður af hatri, framdi í þessari menningarborg á tuttuguslu öld.“ Hann sá líka atburði heimsstyrjaldanna, en um orsakir þeirra talar hann eins og saklaust barn. Fyrri heimsstyrjöldin skall á „fyrir handvömm klaufskra stjórn- málamanna“. Hann hefur að vísu orð Romains Rollands fyrir því, að ýmsir gróðahyggjumenn hafi blásið að kol- unum. í leit að orsökum styrjaldar- innar á víðari vettvangi kemst hann helzt að þeirri niðurstöðu, að vel- gengnina hafi borið of bráðan að, „í'íkin og borgirnar eflzt of snögglega að völdum, því þegar menn eða ríki finna til máttar síns, kemur þörfin að neyta hans eða misbeita honum“. Dýpri er ekki hans „fræðilega“ skýr- ing. Hann gerir samanburð á upphafi fyrri og seinni styrjaldarinnar, hvað eldmóð ahnennings varðaði, þar sem upphaf síðari styrjaldarinnar stendur langt að baki. í því sambandi lætur bann þess þó getið, að hið síðara stríð sé háð um hugsjónir, en ekki ein- göngu um landamæri og nýlendur. „Stríðið 1939 hafði andlegan til- gang,“ segir hann, „það var háð um frelsið og til varnar siðrænum verð- mætum.“ Ekki er líklegt, að Zweig hefði sett þessa setningu á pappír, ef hann hefði lifað það, þegar frelsis- hetjur Bandaríkjanna hentu kjarna- sprengjunum á japönsku borgirnar. „Stríðið 1914 átti hins vegar enga stoð í veruleikanum,“ segir hann enn- fremur, „heldur þjónaði það ein- skærri blekkingu, draumi um betri heim, réttlátari og friðsamari“. Það mun leitun á grunnfærnari ummælum heimsfrægs rithöfundar. „En sæll er maðurinn aðeins í blekkingu sinni, en ekki þekkingu,“ bætir hann við í beinu og rökrænu framhaldi. Þegar Zweig segir frá æsku sinni og skólaárum, getur hann þess með nokk- urri beiskju, að sú kynslóð, sem ól hann upp, hafi litið á ríkjandi skipu- lag sem tákn fullkomleikans. Mann grunar, að þrátt fyrir uppreist hans gegn þessu viðhorfi, sem var fjötur á frelsi æsku hans í gervi steinrunninna skólahátta, þá hafi hann aldrei getað losað sína eigin sál undan því við- horfi, uppreistin gegn því er veiga- mikill þáttur í lífsstríði hans. Hann lýsir því sem dæmi um hörku for- eldra hinna upprennandi mennta- manna, að fengju þeir „lága einkunn í einhverri ómerkilegri grein“, þá var þeim hótað því, að þeir yrðu teknir úr skóla og látnir læra handiðn, „en slíkt var ægilegasta grýla, sem þekkt- ist á borgaraheimili“, bætir Zweig 382
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.