Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 79
UMSAGNIR UM BÆKUR „Æ! En söngur þarfnast þreks, og ég leita eftir orffum.“ ( V eiðiminning). Ljóðperlan Innblástur lýsir þessum skiln- ingi í markvissri skýrgreiningu: „Söngvar eru hugsanir sungnar fram með andardrættinum þegar menn láta hrífast af voldugu afli og nægir ekki lengur venjuleg ræða.“ Þriðja atriðið birtist m. a. í snjöllum lík- ingum sóttum til náttúrunnar: skáld lýsir áhrifum voðafréttar á sjálft sig: „Þann dag fannst mér jörðin verða að gnípóttu fjalli, á fjallsins tindi ég fótum völtum stóð.“ í kaldhæðnislegu kvæði, Jörð, er veðr- aðri náttúru aftur á móti líkt við dauða hluti, sem eiga sér lífrænt upphaf, svo að úr verður eyðilegt dauðaspil með bein og köggla — Auk kvæðanna Innblástur og Jörð má einkum geta þessara þriggja: Söngvarnir, Hrifning og Ljóð um útlœgan son, sem öll eru mjög fögur — hið síðastnefnda ort af konu eftir að sonur hennar hefur orðið manni að bana og flúið byggð — harmsárt kvæði, sem fylgir manni lengi eftir lestur. Þrátt fyrir ótvíræða snilld í þýðingum á ljóðum eskimóa og svertingja, er mér nær að halda að list þýðandans njóti sín hvað bezt í nokkrum hinna kínversku ljóða í síð- asta hluta bókarinnar. Hnitmiðað en jafn- framt látlaust og óþvingað orðaval, nærfær- in notkun stuðlasetningar ásamt göfugum léttieik í formi og setningaskipan, nær vel hinum etheríska blæ jafnvægis og gagn- sæis, sem virðist eðli þessara ljóða: „Grænu merluð er gömul flaska, glóðin roðnar á arni mínum“ — „það sindrar á gullinn þröst í heitu loftinu“ „Kælt hefur döggin hennar hvíta stiga, hennar, sem kom að utan í rennvotum skónum“ — Jafnvel Eddukvæðahættir fá hér að njóta sín: „Er þú aftur augum lítur fjöllin fjarskablá, minnast máttu að meðal framandi - hélar höfuð mitt.“ (Til vinar á norðurleið ejtir óeirðirnar). Síðasta ljóð þessa kafla og um leið bók- arinnar, Stríðsvagnakvœði eftir Tu Fu, hef- ur hér nokkra sérstöðu vegna efnisvals; hér hefur hið forna klassíska skáld með lát- lausri en átakanlegri frásögn og myndum, skapað napra sígilda ádeilu gegn styrjöld- um. Fer vel á því að ljúka svo lífúðugri bók með þvílíkri hugvekju. Ég mun ekki orðlengja frekar ágæti þess- arar bókar, þótt vel sé hún verð frekari greinargerðar, því að furðu hljótt hefur um hana verið frá því hún kom fyrir almenn- ingssjónir, svo sem nú virðist tízka um ljóðabækur. Trumban og lútan er að mínu viti merkilegt þáttaskilaverk í bókmenntum okkar, sem með sóma skipar sér við hlið beztu frumsaminna ljóðabóka á íslenzku. Þvílík verk mega ekki gjalda þess andlega doða, sem nú ríkir í íslenzkri blaða- mennsku. Baldur Ragnarsson. 413
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.