Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Qupperneq 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Qupperneq 7
RANNSÓKNIN þínir koma í kvöld með flugvél? Þau verða fyrir slysi.“ Þeir fóru að tínast út, en De ... og Cha .. ., sem höfðu orðið þess varir, að ég var á báðum áttum hvort ég ætti að trúa lyginni, hinkruðu við á þröskuldinum: „Er þér virkilega sama um börnin þín?“ sagði lautinantinn. Þeir þögðu andartak, og Cha .. . dró þessa ályktun: „Jæja, þá er úti um þig.“ „Það vitnast, hvernig ég hef dáið,“ svaraði ég. „Nei, það veit aldrei neinn um það.“ „Jú,“ svaraði ég aftur. „Það vitnast alltaf alltsaman.“ Hann kom aftur daginn eftir, sunnudag, ásamt Ir .. ., en stóð aðeins við stutta stund. Þeir voru báðir brosandi. „Þú hefur ekki skipt uin skoðun, sagði Cha . . . Þá máttu eiga von á nýjum hrellingum. Við höfum vísindalegar að- ferðir (hann lagði áherzlu á lýsingarorðið) til að láta þig tala.“ Þegar þeir voru farnir barði ég á hurðina og bað um að ég yrði reistur á fætur. Fallhlífahermaður studdi mig út úr klefanum og ég studdi mig við vegginn. Þannig komst ég í eldhúsið og lét renna svolítið vatn á andlitið á mér. Þegar ég lagðist fyrir aftur, stakk annar fallhlífahermaður höfðinu í dyragættina, — Evrópumaður frá Alsír, sem var í flokki Lo . . . —, og spurði í illkvittnislegum tón: „Jæja, líður betur?“ - „Já,“ svaraði ég í sama tón, „þið farið bráðum að geta byrjað aftur.“Eg hefði viljað að hann þvaðraði eitthvað og léti mig ráða í hvað ég átti í vændum og hverjar væru þessar „vísindalegu“ aðferðir. En hann svaraði aðeins geðvonzkulega: „Það er satt hjá þér, það er ekki búið, þú færð að kenna á því.“ Það var síðdegis á mánudag, sem Ir ... vakti mig. Tveir fallhlífahermenn hjálpuðu mér að rísa á fætur og við héldum af stað allir fjórir. Við fórum niður á næstu hæð fyrir neðan, þar var sjúkrastofan: stórt herbergi með mikl- um gluggum, nokkur hermannarúm og borð eitt, ofhlaðið lyfjum, sem haugað var hverju innan um annað. I svipinn var enginn þarna nema herlæknir, sem virtist bíða mín. Hann var fremur ungur, grannur, svarthærður. illa rakaður, klæddur slitnum einkennisbúningi. Hann talaði með suðurfrönskum málhreimi og sagði í kveðjustað: „Eruð þér hræddur?“ „Nei,“ sagði ég. „Ég ætla ekki að berja yður og ég lofa því að ég skal ekki gera yður mein.“ Ég var lagður á eitt hermannarúmið. Hann hallaði sér yfir mig, mældi blóð- þrýstinginn og hlustaði mig. „Það er óhætt að byrja. Hann er bara dálítið taugaóstyrkur,“ sagði hann við Ir . .. Ég tók nærri mér, að hann skyldi 341
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.