Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sínum. Einn ..niaður setti veröldina á annan endann“, segir hann. „En ekki grunaði mig, . . . að við ættum eftir að verða valdasýki þessa eina manns að bráð,“ segir hann öðru sinni. Og enn segir hann: „Og þegar upp renna friðsælli tímar og siðferðisþrekið verður ekki jafnlamað og nú, munu menn lesa með skelfingu, hvílíka glæpi einn maður, óður af hatri, framdi í þessari menningarborg á tuttuguslu öld.“ Hann sá líka atburði heimsstyrjaldanna, en um orsakir þeirra talar hann eins og saklaust barn. Fyrri heimsstyrjöldin skall á „fyrir handvömm klaufskra stjórn- málamanna“. Hann hefur að vísu orð Romains Rollands fyrir því, að ýmsir gróðahyggjumenn hafi blásið að kol- unum. í leit að orsökum styrjaldar- innar á víðari vettvangi kemst hann helzt að þeirri niðurstöðu, að vel- gengnina hafi borið of bráðan að, „í'íkin og borgirnar eflzt of snögglega að völdum, því þegar menn eða ríki finna til máttar síns, kemur þörfin að neyta hans eða misbeita honum“. Dýpri er ekki hans „fræðilega“ skýr- ing. Hann gerir samanburð á upphafi fyrri og seinni styrjaldarinnar, hvað eldmóð ahnennings varðaði, þar sem upphaf síðari styrjaldarinnar stendur langt að baki. í því sambandi lætur bann þess þó getið, að hið síðara stríð sé háð um hugsjónir, en ekki ein- göngu um landamæri og nýlendur. „Stríðið 1939 hafði andlegan til- gang,“ segir hann, „það var háð um frelsið og til varnar siðrænum verð- mætum.“ Ekki er líklegt, að Zweig hefði sett þessa setningu á pappír, ef hann hefði lifað það, þegar frelsis- hetjur Bandaríkjanna hentu kjarna- sprengjunum á japönsku borgirnar. „Stríðið 1914 átti hins vegar enga stoð í veruleikanum,“ segir hann enn- fremur, „heldur þjónaði það ein- skærri blekkingu, draumi um betri heim, réttlátari og friðsamari“. Það mun leitun á grunnfærnari ummælum heimsfrægs rithöfundar. „En sæll er maðurinn aðeins í blekkingu sinni, en ekki þekkingu,“ bætir hann við í beinu og rökrænu framhaldi. Þegar Zweig segir frá æsku sinni og skólaárum, getur hann þess með nokk- urri beiskju, að sú kynslóð, sem ól hann upp, hafi litið á ríkjandi skipu- lag sem tákn fullkomleikans. Mann grunar, að þrátt fyrir uppreist hans gegn þessu viðhorfi, sem var fjötur á frelsi æsku hans í gervi steinrunninna skólahátta, þá hafi hann aldrei getað losað sína eigin sál undan því við- horfi, uppreistin gegn því er veiga- mikill þáttur í lífsstríði hans. Hann lýsir því sem dæmi um hörku for- eldra hinna upprennandi mennta- manna, að fengju þeir „lága einkunn í einhverri ómerkilegri grein“, þá var þeim hótað því, að þeir yrðu teknir úr skóla og látnir læra handiðn, „en slíkt var ægilegasta grýla, sem þekkt- ist á borgaraheimili“, bætir Zweig 382

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.