Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 5
HENRI ALLEG Rannsóknin (La Question) (Fyrri hlnti þessarar frásagnar hirtist í síðasta hefti.) Eg var látinn í klefa innst í ganginum, á vinstri hönd. Það var baðherbergi, ófullgert. Annar fallhlífahermaðurinn tók undir fætur mér, hinn undir handleggina, og síðan lögðu þeir mig á hálmdýnu upp við vegginn. Ég heyrði þá ræða um það stundarkorn hvort þeir ættu að setja á mig handjárnin eða ekki. „Hann getur varla hreyft sig, það tekur því ekki.“ Hinn var ekki á sama máli: „Við gætum séð eftir því.“ Að lokum settu þeir handjárnin um úlnliði mína, en ekki fyrir aftan bak, heldur að framanverðu. Mér var stórléttir að því. Ofarlega á veggnum hægra megin var lítill gluggi, varinn með gaddavír, en inn um hann barst dauf birta frá ljósum borgarinnar. Það var kvöld. Gips- slettur höfðu lekið úr loftinu niður um ópússaða steinveggina, og sótthitinn í líkama mínum framkallaði þar lifandi myndir, sem hurfu jafnharðan og þær komu. Þrátt fyrir það hve örmagna ég var, gat ég ekkert sofið. Ég skalf af taugatitringi og mig sárverkjaði í augun. Frammi á ganginum var verið að tala um mig: „Þú gefur honum að drekka, svolítinn sopa á klukkutímafresti, ekki mikið, annars hrekkur hann upp af.“ Annar þeirra, sem höfðu fylgt mér, ungur maður, sem talaði Frakklands- frönsku, kom inn með ábreiðu sem hann breiddi ofan á mig. Hann lét mig drekka, lítið eitt, en ég fann ekki lengur til þorsta. „Þú hefur ekki áhuga á tilboði M . . . hershöfðingja?“ sagði hann. Rödd hans var ekki fjandsamleg. „Af liverju viltu ekkert segja? Viltu ekki svíkja félaga þína? Maður hlýtur að verða að vera hughraustur til að þrauka svona lengi.“ Ég spurði hann hvaða dagur væri. Það var föstudagskvöld og þeir höfðu byrjað að pína mig á miðvikudag. Á göngunum var stöðugur umgangur og hróp, en öðru hverju skarst skræk 339

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.