Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Side 76
Tímarit Máls og menningar annað hélzt óbreytt. Pólitísk hugmyndafræði varð að ótímatengdum hug- takaskýringum án nokkurra tengsla við hinn sögulega eða þjóðfélagslega veruleika. Sígilt verk þar sem þessi háttur er á hafður er rit Berlins Two Concepts of Liberty sem orðið hefur áhrifaríkast rita af sínu tagi. Þar stillir Berlin tveimur tilbúnum hugtökum upp hvoru á móti öðru: „neikvæðu" frelsi, þ. e. að maður ráði gerðum sínum án utanaðkomandi afskipta og „já- kvæðu“ frelsi, þ. e. að einstaklingurinn hafi sjálfsákvörðunarrétt. Röksemda- færslunni er síðan haldið áfram þannig að þróun hugmyndanna er rakin á tilgerðan, „rökrænan“ hátt og þeim síðan búinn staður einhvers staðar uppi í heiðloftum blá og jarðbundin fyrirbæri á borð við tilvitnanir fyrirfinnast ekki. Niðurstaðan er tvíþættur og mismunandi uppruni sem hefur að veru- legu leyti sama hlutverki að gegna og guðlegar upprunaskýringar í Biblíunni. Hugmyndin um neikvætt frelsi er eignuð þeim Bentham, Mill, Constant og Tocqueville, en formælendur jákvæðs frelsis eiga að hafa verið Stóumenn, Spinoza, Kant, Rousseau, Fichte, Hegel, Marx og Green. Berlin læzt í svip- inn gæta hlutleysis í meðferð hugmyndanna tveggja: „Það markmið sem þær báðar keppa að hefur grundvallargildi og það er bæði frá sögulegu og siðrænu sjónarmiði hægt með fullum rétti að skipa því sess meðal þeirra at- riða sem til mestra heilla hafa horft fyrir allt mannkyn“. En maður gengur þess ekki lengi dulinn hver hinn raunverulegi ásetningur höfimdarins er. Nokkrum blaðsíðum aftar skrifar Berlin: „Að minni hyggju er hið neikvæða frelsi sannari og mannúðlegri hugsjón en stefnumið þeirra sem leita hugsjón- arinnar um „jákvæðan“ sjálfsákvörðunarrétt til handa stéttum, þjóðum eða mannkyni öllu í hinum yfirgripsmiklu og ósveigj anlegu kenningakerfum“. Þessi augljósa innri mótsögn liggur í rannsóknaraðferðinni sjálfri. Því okk- ur er kennt að sama hugsjón og bjó að baki „hinni ströngu einstaklings- hyggju Kants“ sé í dag uppspretta alræðiskenninga. Hvaða nauðsyn ber til að setja dæmið upp á þennan hátt? Tilgangurinn með verki Berlins er í raun og veru að koma óorði á fyrirfram tilbúna túlkun á hugtakinu „jákvætt frelsi“ sem til megi rekja einræðisstj órnarfar nútímans og útrýmingu frels- isins vegna þess að það aðgreinir sjálfsákvörðunarhugtakið frá prófunaraf- stöðu einstaklingsins. En sjálft innihaldsleysi þessarar verundar gerir það einmitt að verkum að brýn þörf er á að vísa til hinna og þessara hugsuða sem upphafsmanna hennar til að villa fólki sýn. Það er nafnafjöldinn einn sem bendir til að hún hafi innihald. Sú pólitíska hugmyndafræði sem þannig er sköpuð tekur hugmyndir úr sögulegu samhengi og breytir þeim í þyngdarlausa spilateninga sem ráðskast 66
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.