Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 7
Vésteinn Ólason
Frjálst útvarp, eða fjölmiðlavíl
Tæki eru hvorki frjáls né ófrjáls, en þau geta gert
menn frjálsari eða ófrjálsari.
Videóið er komið: tæki til nota í einni íbúð, línusjónvarpsstöðvar í einni blokk
eða mörgum, jafnvel heilum sveitarfélögum. Sumir þykjast eygja að draumur-
inn um beina viðtöku gervihnattaútsendinga sé að rætast, þótt kostnaðurinn
virðist enn í hæsta lagi. A sama tíma skjóta ólöglegar útvarpsstöðvar upp
kollinum eins og raunar oft áður; við lesum og heyrum að fólk heimti frelsi,
frelsi til að njóta videós og ,frjálsra’ útvarpsstöðva. Virðulegir embættismenn
nudda stírur úr augum og líta undrandi í kringum sig. Virðulegir stjórnmála-
menn kippast við og innri rödd hvíslar að þeim: „Varlega, varlega, passa að
gera ekkert, bíða og sjá hvert vindurinn blæs, ekki styggja atkvæðin.“ En ekki
eru allir seinir að taka við sér. Þróunin fór reyndar af stað af því að alþjóðlegt
verslunarauðvald með skemmtiiðnað í vinnu lét hanna og framleiða vöru og
setti á markað. Og hér heima fyrir á alþjóðaauðvaldið vitaskuld sína menn, sem
flytja inn tæki, og aðra sem eru soldið að framleiða og miðla sjálfir og voru
snöggir að átta sig, farnir að kaupa línusjónvarpsstöðvar og sjálfsagt tilbúnir að
byrja með útvarpsstöðvar ef — eða þegar — upp renna dýrðardagar hins
.frjálsa’ útvarps. Reyndar hittist svo á að þetta eru þeir sömu sem ákafast boða
frelsið, hafa jafnvel gengið svo langt að skiptast í tvennt í þágu frelsisins og
sameinast síðan aftur í þágu frelsisins eða voru það áhrifin? Eftir á að hyggja
eru þetta víst þeir sömu sem flest segja okkur af því hver sé vilji ,fólksins’ í
fjölmiðlamálum.
Videóið og frjálsa útvarpið eru sem sagt ekki bara tækni, heldur líka
peningar og pólitík.
Málið hefur margar hliðar. Ein er viðskiptaleg. Framleiðslugeta iðnþróaðra
landa er geysimikil, en fyrirtækin eru komin í ógöngur af því að þau geta ekki
selt framleiðsluna; annaðhvort hefur fólk ekki peninga til að kaupa eða
,þörfum’ þess er fullnægt (dæmi: bílamarkaðurinn). En leið út úr þeim vanda er
að byrja framleiðslu á nýjum tegundum af apparötum til að pranga inn á þá
sem eitthvað geta keypt. A síðasta áratug hafa hljómflutningstækin eða ,græj-
urnar' og poppmúsíkiðnaðurinn líklega verið skýrasta dæmið, ásamt litasjón-
varpi. Nú mun sá markaður mettaður og videóið næst á dagskrá.
Fjarskiptatækni hafði frá upphafi og hefur enn mikla hernaðarlega þýðingu,
en hergagnaframleiðsla er líka á margan hátt vensluð framleiðslu fjarskipta- og
fjölmiðlunartækja til almenningsnota. Sömu viðskiptahagsmunir standa á bak
125