Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 7
Vésteinn Ólason Frjálst útvarp, eða fjölmiðlavíl Tæki eru hvorki frjáls né ófrjáls, en þau geta gert menn frjálsari eða ófrjálsari. Videóið er komið: tæki til nota í einni íbúð, línusjónvarpsstöðvar í einni blokk eða mörgum, jafnvel heilum sveitarfélögum. Sumir þykjast eygja að draumur- inn um beina viðtöku gervihnattaútsendinga sé að rætast, þótt kostnaðurinn virðist enn í hæsta lagi. A sama tíma skjóta ólöglegar útvarpsstöðvar upp kollinum eins og raunar oft áður; við lesum og heyrum að fólk heimti frelsi, frelsi til að njóta videós og ,frjálsra’ útvarpsstöðva. Virðulegir embættismenn nudda stírur úr augum og líta undrandi í kringum sig. Virðulegir stjórnmála- menn kippast við og innri rödd hvíslar að þeim: „Varlega, varlega, passa að gera ekkert, bíða og sjá hvert vindurinn blæs, ekki styggja atkvæðin.“ En ekki eru allir seinir að taka við sér. Þróunin fór reyndar af stað af því að alþjóðlegt verslunarauðvald með skemmtiiðnað í vinnu lét hanna og framleiða vöru og setti á markað. Og hér heima fyrir á alþjóðaauðvaldið vitaskuld sína menn, sem flytja inn tæki, og aðra sem eru soldið að framleiða og miðla sjálfir og voru snöggir að átta sig, farnir að kaupa línusjónvarpsstöðvar og sjálfsagt tilbúnir að byrja með útvarpsstöðvar ef — eða þegar — upp renna dýrðardagar hins .frjálsa’ útvarps. Reyndar hittist svo á að þetta eru þeir sömu sem ákafast boða frelsið, hafa jafnvel gengið svo langt að skiptast í tvennt í þágu frelsisins og sameinast síðan aftur í þágu frelsisins eða voru það áhrifin? Eftir á að hyggja eru þetta víst þeir sömu sem flest segja okkur af því hver sé vilji ,fólksins’ í fjölmiðlamálum. Videóið og frjálsa útvarpið eru sem sagt ekki bara tækni, heldur líka peningar og pólitík. Málið hefur margar hliðar. Ein er viðskiptaleg. Framleiðslugeta iðnþróaðra landa er geysimikil, en fyrirtækin eru komin í ógöngur af því að þau geta ekki selt framleiðsluna; annaðhvort hefur fólk ekki peninga til að kaupa eða ,þörfum’ þess er fullnægt (dæmi: bílamarkaðurinn). En leið út úr þeim vanda er að byrja framleiðslu á nýjum tegundum af apparötum til að pranga inn á þá sem eitthvað geta keypt. A síðasta áratug hafa hljómflutningstækin eða ,græj- urnar' og poppmúsíkiðnaðurinn líklega verið skýrasta dæmið, ásamt litasjón- varpi. Nú mun sá markaður mettaður og videóið næst á dagskrá. Fjarskiptatækni hafði frá upphafi og hefur enn mikla hernaðarlega þýðingu, en hergagnaframleiðsla er líka á margan hátt vensluð framleiðslu fjarskipta- og fjölmiðlunartækja til almenningsnota. Sömu viðskiptahagsmunir standa á bak 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.