Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1982, Blaðsíða 86
Tímarit Máls og menningar Er Arnaldur þorpari? Halldór Laxness var ákaflega ungur þegar hann skrifaði Sölku Völku eins og sagan ber öll með sér. Hún er full af eldmóði, löng og að ýmsu leyti fljótfærnislega unnin. Það er svolítið eins og höfundur hennar treysti því ekki að hann fái tækifæri til að skrifa fleiri bækur — „Honum bráðlá á að skrifa sem allra mest“, sagði Jón Helgason í sjónvarpsþættinum um Halldór á dögunum. Frásagnarhátturinn er hins alvitra sögumanns sem ýmist svífur yfir frásögninni eða samsamar sig stúlkunni Sölku Völku. Yfirleitt sýnir hann ekki í hug annars fólks en hennar í sögunni, fyrir utan Arnald vin hennar. I seinni bókinni, Fuglinum í fjörunni, kemur stöku sinnum fyrir að Arnaldur sjái Sölku og sögumaður miðli því sem hann sér, og einu sinni verðum við lesendur eftir hjá Arnaldi þegar Salka hverfur burt (445). En þetta eru undantekningar, Salka er óumdeilanlega aðalpersóna þessa verks og sú sem höfundur lætur sig mestu skipta, það er hennar þroski sem ræður framvindu sögunnar og hennar niðurstöður sem við eigum að taka mark á. Þrjár manneskjur hafa öðrum fremur mótandi áhrif á Sölku: Sigurlína móðir hennar, Steinþór elskhugi móður hennar og Arnaldur, æskuvinur og síðar elskhugi Sölku, sá sem kennir henni að lesa ungri og segir við hana fullvaxna: „Viltu lofa mér að kenna þér kommúnisma?" (340) Eins og hin tvö er Arnaldur eitt af tækjum höfundar til að þroska Sölku, fylgja henni áleiðis til þess frelsis sem hún þráir. Arnaldur er um margt málpípa höfundar eins og fram kemur í grein Arna, orðar margar skoðanir sem Halldór boðar í Alþýðubókinni, en hann er samt aukapersóna. Salka Valka er sú persóna sem höfundur vill túlka fyrst og fremst, sökkva sér og sjá í sálu hennar og lifa hennar lífi, eins og annað skáld hefði orðað það. Eftir þennan hraða inngang um verkið langar mig fyrst að fjalla stuttlega um dóm Arna um Arnald og samband þeirra Sölku í grein hans. Þar segir (58>: Siðferði Arnalds virðist vera talsvert ábótavant. Að minnsta kosti býður höfundur ótvírætt upp á þann möguleika að lesandinn skilji þessa persónu sem hálfgerðan aula eða jafnvel þorpara. I ástarævintýrinu með Sölku sefur hann hjá annarri konu, sem verður barnshafandi; hann fær þá lánaða peninga hjá Sölku til að fá fóstureyðingu fyrir hina stúlkuna. Honum (eða höfundi?) þykir Salka í rauninni ljót og telur vafasamt hvort hægt sé að kyssa hana; Arnaldur færist undan svari þegar hún spyr hann hvort hann elski hana. Hann gleymir kommúnismanum meðan á ástarævintýrinu stendur; og að lokum þiggur hann að gjöf allt sparifé Sölku og stingur af til útlanda . . . Þetta er áfellisdómur í mörgum liðum yfir persónu í bók sem ekki getur varið sig, og eins og sjá má slær Arni ýmsa varnagla („virðist“, „býður upp á“) til að gefa síður höggstað á sér. Hann notar á Arnald sín prúðu, 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.